Séreign er viðbótarsparnaður ofan á skyldusparnað. Þú velur hvar hann er geymdur og hvernig hann er ávaxtaður.
Tilgreind séreign er hluti af skyldusparnaði samkvæmt kjarasamningum sem þú mátt líka velja vörsluaðila fyrir – alveg eins og séreign.
Þú þarft að velja hvar séreignin þín er geymd og ávöxtuð – það kallast að velja vörsluaðila. Vandaðu valið svo þinn sparnaður fari í ávöxtun frekar en þjónustugjöld.
Allir þurfa að velja vörsluaðila fyrir séreignarsparnað – hvort sem það er hefðbundin séreign eða tilgreind séreign. Valmöguleikarnir eru margir: íslenskir vörsluaðilar (lífeyrissjóðir og bankar) eða erlend tryggingafyrirtæki.
Í sumum tilvikum taka söluaðilar háar söluþóknanir sem geta numið hundruðum þúsunda króna fyrir hvern samning. Margir gera sér ekki grein fyrir þessum kostnaði við gerð samningsins. Hjá lífeyrissjóðum á Íslandi er ekki tekinn kostnaður af iðgjaldinu sem þú greiðir í sjóðinn og fer því allt sem þú greiðir beint í ávöxtun, kostnaðurinn endurspeglast í gengi hvers tíma.
· Hjá íslenskum vörsluaðila eins og okkur velur þú fjárfestingarleið og greiðslurnar þínar fara óskertar í ávöxtun hjá sjóðnum. Ekkert er dregið af því sem er lagt inn.
· Enginn binditími er hjá okkur og engin aukagjöld vegna breytinga – þú getur skipt um leið hvenær sem er og hætt að greiða án kostnaðar. Þú getur líka flutt inneign án kostnaðar.
· Hjá erlendu tryggingafyrirtæki er algengt að þú undirritir tryggingasamning með skuldbindingu um greiðslur til lengri tíma. Yfirleitt eru upphafs- og rekstrarkostnaður sem þýðir að einungis hluti iðgjaldanna fer í ávöxtun og uppsögn eða flutningur getur verið verulega kostnaðarsamur.
Því minni gjöld → því meira heldur þú eftir til framtíðar. Bara meira fyrir þig.
Lífið breytist. Það er gott að hafa val og geta lagað sparnaðinn að aðstæðum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Erlent tryggingafélag
Samningur
Samningur um séreignarsparnað er 2 bls. á íslensku
Samningur um tilgreinda séreign er 3 bls. á íslensku
Tryggingasamningur til fasts árafjölda sem er oft tugir blaðsíðna.
Texti bæði á þýsku og íslensku. Texti á þýsku gengur framar þeim íslenska.
Binditími
Enginn
Binditími/skuldbinding
Gjöld
Engin aukagjöld; greiðslur fara óskertar í ávöxtun. Rekstrar- og viðskiptakostnaður endurspeglast í gengi fjárfestingarleiðar.
Upphafs- og regluleg gjöld dregin af þínum inngreiðslum
Breytingar
Auðveldar og ókeypis
Geta verið takmarkaðar og kostað
Útgreiðsla
Sveigjanleg: ein greiðsla eða dreifð eftir þínum þörfum
Fer eftir samningi; oft fastmótaðar reglur
Yfirsýn og aðgengi
Staðan uppfærist daglega á Mínum síðum. Ráðgjafar veita úrvals þjónustu.
Mismunandi eftir félögum en almennt óaðgengilegt og ógagnsætt
Flutningur
Innan 2ja mánaða
Að jafnaði 3-6 mánuði
Samningur
Binditími
Gjöld
Breytingar
Útgreiðsla
Yfirsýn og aðgengi
Flutningur
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Samningur um séreignarsparnað er 2 bls. á íslensku
Samningur um tilgreinda séreign er 3 bls. á íslensku
Enginn
Engin aukagjöld; greiðslur fara óskertar í ávöxtun. Rekstrar- og viðskiptakostnaður endurspeglast í gengi fjárfestingarleiðar.
Auðveldar og ókeypis
Sveigjanleg: ein greiðsla eða dreifð eftir þínum þörfum
Staðan uppfærist daglega á Mínum síðum. Ráðgjafar veita úrvals þjónustu.
Innan 2ja mánaða
Erlent tryggingafélag
Tryggingasamningur til fasts árafjölda sem er oft tugir blaðsíðna.
Texti bæði á þýsku og íslensku. Texti á þýsku gengur framar þeim íslenska.
Binditími/skuldbinding
Upphafs- og regluleg gjöld dregin af þínum inngreiðslum
Geta verið takmarkaðar og kostað
Fer eftir samningi; oft fastmótaðar reglur
Mismunandi eftir félögum en almennt óaðgengilegt og ógagnsætt
Að jafnaði 3-6 mánuði
Séreign er viðbótarsparnaður ofan á skyldusparnað. Þú velur hvar hann er geymdur og hvernig hann er ávaxtaður.
Tilgreind séreign er hluti af skyldusparnaði samkvæmt kjarasamningum sem þú mátt líka velja vörsluaðila fyrir – alveg eins og séreign.
Já. Hjá LV er ókeypis að skipta um leið hvenær sem er og þú gengur frá því á Mínum síðum þegar þér hentar.
Já. Hjá LV mátt þú stöðva greiðslur án kostnaðar og án þess að láta sérstaklega vita - og byrja aftur þegar þér hentar.
Þegar þú hefur náð útgreiðslu aldri þá er sparnaður laus að fullu og þú ræður hvort þú takir sparnaðinn út í einni eða fleiri greiðslum, bara það sem er best fyrir þig.
Hjá okkur hefur þú svigrúm til að skipta um skoðun! Þú getur flutt inneign þína á milli vörsluaðila án kostnaðar.
Ef þú hefur undirritað tryggingasamning hjá erlendum vörsluaðila þá getur það kostað þig ef þú ákveður að hætta að greiða eða flytja inneign þína til annars vörsluaðila áður en samningur klárast.
Hjá okkur getur þú skipt um ávöxtunarleiðir eða flutt inneign á milli vörsluaðila án kostnaðar og þú getur ráðið hvernig þú tekur út séreignarsparnaðinn þinn þegar þú hefur náð úttektar aldri.
Það er einfalt að fylgjast með iðgjaldagreiðslum á Mínum síðum hjá LV. Undir flipanum “Séreign” sérð þú inngreiðslu fyrir hvern mánuð sem og ávöxtun ársins. Hægt að fylgjast með ávöxtun á milli mánaða á heimasíðunni,
Hjá okkur getur þú bæði nýtt séreign og tilgreinda séreign upp að leyfilegum hámörkum án kostnaðar. Hjá erlendum tryggingafélögum þarftu í sumum tilvikum að skilja eftir lágmarksupphæð auk þess sem gjöld geta verið tekin vegna þjónustunnar.
Sjóðfélaginn greiddi í eitt og hálft ár í erlenda lífeyristryggingu. Mánaðarlega var iðgjaldið flutt, samtals kr. 237.632.
Sjóðfélagi hætti að greiða í erlendu lífeyristrygginguna og óskaði eftir því að iðgjaldið yrði flutt í einu lagi aftur til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Upphæðin sem var greidd til baka var kr. 172.029.
Mismunurinn er -27.6% eða 65.698 kr. Hefði sjóðfélagi á sama tíma greitt tilgreinda séreign til LV þá hefði hann átt iðgjaldið sitt óskert 237.632 kr. auk ávöxtunar tímabilsins í Ævileið I sem hentar fólki til 55 ára aldurs eða samtals 264.239 kr. sem samsvarar 11,2% ávöxtun.
Iðgjöld sjóðfélagans |
237.632 kr. |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna |
264.239 kr |
Erlend lífeyristrygging |
172.029 kr |
Mismunur |
-92.210 kr |
19 ára einstaklingur með 600.000 kr laun fær tilboð um að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað við erlent lífeyristryggingafélag.
Samkvæmt tilboðinu sem hann fær í hendur greiðir hann kostnað fyrstu fimm árin, árlega kr. 103.681. Samtals kr. 518.405 fyrir fimm ár. Einnig greiðir hann reglubundinn kostnað fyrir hvert tryggingaár kr. 15.119. Til viðbótar við þann kostnað greiðir hann 0,80 evrur fyrir hverjar 100 evrur inneignar, sem í hverjum mánuði í þessu tilfelli væru um 2 evrur sem og eina evru í millifærslugjald í hverjum mánuði. Aukakostnaður uppá 3 evrur í mánuði, eða um 400 kr.
Fyrstu 5 árin: Kostnaður uppá kr. 123.600 á hverju ári (sem í þessu dæmi er rúmlega ¼ af iðgjaldi ársins).
6 árið og út tímabilið kr. 20.700 á ári
Ef sami einstaklingur væri með séreignina sína í Ævileið I hjá LV, þá fer öll upphæðin sem hann greiðir til sjóðsins beint í ávöxtun. Rekstrar- og viðskiptakostnaður leiðarinnar er 0,28% og endurspeglast í gengi leiðarinnar.
40 ára einstaklingur fær tilboð frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna og erlendu tryggingafélagi. Tilboðið miðast við að einstaklingurinn leggi til 4% og launagreiðandinn borgi 2% af 750.000 kr launum í 25 ár, áætluð ávöxtun á tímabilinu er 5%.
|
Áætluð inneign í lok sparnaðartíma |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna |
26.358.053 kr |
Erlend lífeyristrygging |
21.885.448 kr |
Mismunur |
-4.472.605 kr |
Rekstrar- og viðskiptakostnaður samtals 0,28% og endurspeglast í ávöxtun.
Rekstrar- og viðskiptakostnaður samtals 0,3% og endurspeglast í ávöxtun.
Rekstrar- og viðskiptakostnaður er samtals 0,29% og endurspeglast í ávöxtun.
Rekstrar- og viðskiptakostnaður er samtals 0,48% og endurspeglast í ávöxtun.
Jenný Ýr Jóhannsdóttir
lífeyrissvið
Lífið breytist og því skiptir máli að hafa aðgengi og val um hvernig og hvar þú vilt ávaxta þinn sparnað. Þetta er þinn sparnaður, þú ræður! Því minni gjöld og meiri sveigjanleiki → því meira heldur þú eftir til framtíðar.
Í reiknivélinni er gert ráð fyrir 5% ávöxtun og sparnaði til 67 ára.
Þitt framlag
0 kr.
Sparnaður á mánuði
0 kr.
Útborguð laun lækka um
0 kr.
Heildarinneign
0 kr.
Þar af ávöxtun
0 kr.
Á mánuði í 10 ár
0 kr.