Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Persónuverndarreglur

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sjóðfélaga sjóðsins. Persónuverndarreglum þessum er ætlað að upplýsa sjóðfélaga um hvaða persónuupplýsingar sjóðurinn safnar, með hvaða hætti slíkar persónuupplýsingar eru nýttar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Persónuverndarreglur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (einnig vísað til „sjóðsins“ og „okkar“) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sjóðfélaga sjóðsins. Persónuverndarreglum þessum er ætlað að upplýsa sjóðfélaga um hvaða persónuupplýsingar sjóðurinn safnar, með hvaða hætti slíkar persónuupplýsingar eru nýttar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Persónuverndarreglur þessar ná til persónuupplýsinga er varða alla sjóðfélaga sjóðsins (hér eftir sameiginlega vísað til „sjóðfélaga“ eða „þín“).

Ef þú ert í vafa um það hvernig persónuverndarreglurnar varða þig, vinsamlega hafðu samband við persónuverndarfulltrúa sjóðsins fyrir frekari upplýsingar. Samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa koma fram í lok skjalsins.

 

Helstu upplýsingar varðandi persónuverndarreglur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Tilgangur og lagaskylda

Sjóðurinn leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og eru reglur þessar byggðar á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi reglna þessa eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

Persónuupplýsingar vegna lífeyrisþega

Sjóðurinn safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um lífeyrisþega sína. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um ólíka lífeyrisþega og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli viðfangsefnis hverju sinni.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem sjóðurinn safnar um lífeyrisþega sína:

 • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;
 • upplýsingar um stéttarfélagsaðild (örorkulífeyrisþegar og lífeyrisþegar undir 67 ára aldri geta óskað eftir að greiða til stéttarfélags);
 • upplýsingar um bankareikning;
 • upplýsingar um skattþrep og nýtingu persónuafsláttar;
 • upplýsingar um réttindi í öðrum sjóðum;
 • læknisvottorð og örorkumöt (vegna örorkuumsókna);
 • upplýsingar um starfsferil (vegna örorkuumsókna);
 • dánarvottorð, hjúskaparvottorð eða yfirlit um framvindu skipta (vegna makalífeyrisumsókna); 
 • fæðingarvottorð barna (vegna makalífeyrisumsókna) og
 • upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga í áhættuhópi í skilningi laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka („peningaþvættislög“), en til áhættuhóps teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, nánasta fjölskylda þeirra og einstaklingar sem vitað er að eru nánir samstarfsmenn þeirra. 

Auk framangreindra upplýsinga, kann sjóðurinn einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem lífeyrisþegar láta sjóðnum sjálfir í té sem og upplýsingar sem eru sjóðnum nauðsynlegar vegna starfsemi hans.

Að meginstefnu til aflar sjóðurinn persónuupplýsinga beint frá lífeyrisþegum. Þó kann sjóðurinn að vinna persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar almenningi í þeim tilgangi að halda lista yfir þá aðila sem gegna háttsettum opinberum störfum á Íslandi í skilningi peningaþvættislaga. Upplýsinga er jafnframt aflað úr Þjóðskrá og nafnaskrá lífeyrissjóða þar sem lífeyrissjóðir landsins geta sótt upplýsingar varðandi hvaða lífeyrissjóði sjóðfélagar hafa greitt í. Þá er upplýsinga aflað frá trúnaðarlæknum vegna umsókna um örorkulífeyri.

Persónuupplýsingar vegna lántakenda

Sjóðurinn safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um lántakendur sína. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um ólíka lántakendur og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli viðfangsefnis hverju sinni.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem sjóðurinn safnar um lántakendur sína:

 • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;
 • upplýsingar um bankareikning;
 • upplýsingar um hjúskaparstöðu;
 • upplýsingar um veðstað;
 • upplýsingar vegna greiðslumats eru m.a.;
 • upplýsingar um eignastöðu;
 • upplýsingar um skuldastöðu;
 • upplýsingar um ábyrgðir;
 • upplýsingar um veðstöðu;
 • tekjuupplýsingar og
 • Skattaupplýsingar og
 • upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga í áhættuhópi í skilningi laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka („peningaþvættislög“), en til áhættuhóps teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, nánasta fjölskylda þeirra og einstaklingar sem vitað er að eru nánir samstarfsmenn þeirra.

Auk framangreindra upplýsinga, kann sjóðurinn einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem lántakendur láta sjóðnum sjálfir í té sem og aðrar upplýsingar sem eru sjóðnum nauðsynlegar vegna starfsemi hans.

Að meginstefnu til aflar sjóðurinn persónuupplýsinga beint frá lántakendum, en upplýsingum vegna greiðslumats er aflað frá CreditInfo. Þá kann sjóðurinn að vinna persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar almenningi, t.d. af vef Alþingis, í þeim tilgangi að halda lista yfir þá aðila sem gegna háttsettum opinberum störfum á Íslandi í skilningi peningaþvættislaga.

Persónuupplýsingar vegna iðgjaldagreiðenda

Sjóðurinn safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um sjóðfélaga sína. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um ólíka sjóðfélaga og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli viðfangsefnis hverju sinni.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem sjóðurinn safnar um sjóðfélaga sína:

 • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;
 • upplýsingar um iðgjald launþega;
 • upplýsingar um mótframlag launagreiðanda;
 • upplýsingar um stéttarfélagsiðgjald;
 • upplýsingar um sjúkrasjóð;
 • upplýsingar um orlofsheimilasjóð;
 • upplýsingar um starfsmenntasjóð;
 • upplýsingar um félagsheimilasjóð;
 • upplýsingar um kjaramálagjald;
 • upplýsingar um endurhæfingarsjóð 
 • upplýsingar um bankareikning og
 • upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga í áhættuhópi í skilningi laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka („peningaþvættislög“), en til áhættuhóps teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, nánasta fjölskylda þeirra og einstaklingar sem vitað er að eru nánir samstarfsmenn þeirra.

Auk framangreindra upplýsinga, kann sjóðurinn einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem sjóðfélagar láta sjóðnum sjálfir í té sem og aðrar upplýsingar sem eru sjóðnum nauðsynlegar vegna starfsemi hans.

Að meginstefnu til aflar sjóðurinn persónuupplýsinga beint frá sjóðfélögum og launagreiðendum. Þó kann sjóðurinn að vinna persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar almenningi í þeim tilgangi að halda lista yfir þá aðila sem gegna háttsettum opinberum störfum á Íslandi í skilningi peningaþvættislaga. 

Persónuupplýsingar vegna umsækjenda um starf

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (einnig vísað til „sjóðsins“ og „okkar“) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga umsækjenda um starf hjá sjóðnum.

Persónuverndarreglum þessum er ætlað að upplýsa umsækjendur um hvaða persónuupplýsingum sjóðurinn safnar, með hvaða hætti slíkar persónuupplýsingar eru nýttar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Persónuverndarreglur þessar ná til persónuupplýsinga er varða umsækjendur um starf hjá sjóðnum (hér eftir sameiginlega vísað til „umsækjenda“ eða „þín“).

Ef þú ert í vafa um það hvernig persónuverndarreglurnar varða þig, vinsamlega hafðu samband við persónuverndarfulltrúa sjóðsins fyrir frekari upplýsingar. Samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa koma fram hér á síðunni.

1.  Tilgangur og lagaskylda

Sjóðurinn leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og eru reglur þessar byggðar á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

2.  Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi reglna þessa eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

3.  Persónuupplýsingar sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna safnar og vinnur

Sjóðurinn safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um umsækjendur. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um ólíka umsækjendur og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli starfs sem sótt er um.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem sjóðurinn safnar um umsækjendur:

 • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;

 • starfsumsóknir, meðmæli og upplýsingar úr starfsviðtölum og

 • upplýsingar um menntun, þjálfun og starfsreynslu.

Auk framangreindra upplýsinga, kann sjóðurinn einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem umsækjendur láta sjóðnum sjálfir í té (t.d. um hjúskaparstöðu og fjölskylduhagi) sem og upplýsingar sem eru sjóðnum nauðsynlegar vegna starfsemi hans.

Að meginstefnu til aflar sjóðurinn persónuupplýsinga beint frá þér, en við kunnum að óska eftir upplýsingum frá umsagnaraðilum sem þú tilgreinir í umsókn þinni og munum við upplýsa þig áður en það er gert. Í öðrum tilvikum þar sem persónuupplýsingum er aflað frá þriðja aðila mun sjóðurinn leitast við að upplýsa þig um slíkt.

4.  Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?

Sjóðurinn safnar persónuupplýsingum um umsækjendur fyrst og fremst til að geta uppfyllt skyldur sínar í ráðningarferli til starfs hjá sjóðnum. Þær persónuupplýsingar sem sjóðurinn vinnur með um þig eru unnar í tengslum við umsókn þína um starf hjá sjóðnum, þ.e. á grundvelli beiðni þinnar um að gera samning við sjóðinn.

Sú vinnsla sem framkvæmd er til að uppfylla skyldur samkvæmt framansögðu, felst einkum í eftirfarandi:

 • mati á hæfni til að vinna ákveðið verk eða gegna ákveðinni stöðu; og
 • mati á frammistöðu í atvinnuviðtali

Sjóðurinn kann einnig að safna og vinna persónuupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna, svo sem hagsmuna sjóðsins af því að meta hæfni þína með því að afla upplýsinga frá meðmælendum.

Öll vinnsla sjóðsins á persónuupplýsingum skal vera í samræmi við persónuverndarlöggjöf, þar á meðal 8. og 9. gr. persónuverndarlaga.

Sjóðurinn skuldbindur sig til þess að öll vinnsla á persónuupplýsingum um umsækjendur sé lögleg, sanngjörn og gagnsæ. Upplýsingum verði aðeins safnað í tilteknum, sérstökum og lögmætum tilgangi og að söfnun og vinnsla gangi ekki lengra en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Vinnsla skal í öllum tilvikum vera nægileg, viðeigandi og takmörkuð við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. 

5.  Miðlun til þriðju aðila

Í ráðningarferli notast sjóðurinn við þjónustu ráðningarskrifstofa sem miðla persónuupplýsingum til hans.

Í ráðningarferlinu kann sjóðurinn að miðla persónuupplýsingum umsækjenda, s.s. nafni og upplýsingum um fyrri störf, til umsagnaraðila. Þá gæti þriðju aðilum sem veita sjóðnum upplýsingatækniþjónustu verið veittur aðgangur að persónuupplýsingum umsækjenda. Slíkur aðgangur er þó ávallt takmarkaður við þann aðgang sem er nauðsynlegur hverju sinni.

Sjóðurinn mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykki þíns eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.

Komi til flutnings persónuupplýsinga umsækjenda utan Evrópska efnahagssvæðisins mun sjóðurinn upplýsa þig um slíkan flutning.

Að lokum gætu persónuupplýsingar um þig verið afhentar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna. Einnig kann persónuupplýsingum þínum að vera miðlað til þriðja aðila til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði. Afhending getur einnig verið nauðsynleg í neyðarástandi eða til að tryggja öryggi sjóðsins eða þriðja aðila.

6.  Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

Sjóðurinn leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang að kerfum sjóðsins þar sem persónuupplýsingar eru geymdar og þar með vernda þær gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegri afritun, notkun eða miðlun þeirra.

7.  Varðveisla á persónuupplýsingum

Sjóðurinn mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum.

Varðveislutími persónuupplýsinga er afmarkaður nánar í reglum sjóðsins um varðveislutíma.

Umsóknum er eytt mánuði eftir að ráðið er í umrætt starf. Verði umsækjandi ráðinn til starfa gilda persónuverndarreglur starfsmanna sjóðsins um vinnslu persónuupplýsinga viðkomandi. 

8.  Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum 

Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem varðveittar eru um umsækjendur séu bæði réttar og viðeigandi. Því er mikilvægt að þú tilkynnir sjóðnum um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þínum á meðan ráðningarferlið stendur yfir.

Umsækjendur eiga rétt á því að óáreiðanlegar persónuupplýsingar er þá varða séu leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga skal umsækjandi eiga rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um sig, þ.m.t. með því að leggja fram frekari upplýsingar.

Vinsamlega beindu öllum óskum um uppfærslur til persónuverndarfulltrúa sjóðsins. 

9. Aðgangur umsækjenda að persónuupplýsingum sínum

Umsækjendur eiga rétt á að fá staðfest hvort sjóðurinn vinni upplýsingar um þá, og ef svo er að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem og upplýsingar um vinnsluna. Þá kann umsækjandi einnig að eiga rétt að fá afrit af persónuupplýsingunum

Aðgangur umsækjenda að persónuupplýsingum sem sjóðurinn varðveitir um þá er hins vegar ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda sjóðinn til að hafna ósk um aðgang að persónuupplýsingum.

Ef upp koma aðstæður þar sem sjóðurinn getur ekki veitt umsækjanda aðgang að persónuupplýsingum, mun sjóðurinn leitast við að útskýra hvers vegna beiðni hans hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Vinsamlega beindu öllum fyrirspurnum til persónuverndarfulltrúa sjóðsins, sem getur einnig veitt þér frekari upplýsingar um rétt þinn.

10. Réttur til eyðingar og takmörkunar á vinnslu

Við ákveðnar aðstæður kann umsækjandi að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um hann verði eytt án tafar, til að mynda þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang söfnunarinnar eða vinnslunnar eða vegna þess að hann hefur afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni.

Réttur umsækjanda til eyðingar persónuupplýsinga er hins vegar ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda sjóðinn til að hafna ósk um eyðingu persónuupplýsinga.

Umsækjanda kann einnig að vera heimilt að óska eftir að vinnsla persónuupplýsinga um hann verði takmörkuð við ákveðnar aðstæður, t.d. ef vinnslan er ólögmæt og hann vill frekar takmarka vinnsluna en að persónuupplýsingum sé eytt, eða ef varðveislan er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar en hann vill engu að síður að upplýsingarnar séu áfram varðveittar til þess að að hægt sé að höfða mál eða verjast málsókn.

Vinsamlega beindu öllum óskum um eyðingu og/eða takmörkun vinnslu til persónuverndarfulltrúa sjóðsins, sem getur einnig veitt þér frekari upplýsingar um rétt þinn.

11.  Réttur til gagnaflutninga og andmæla

Fari vinnsla persónuupplýsinga fram með sjálfvirkum hætti kann umsækjandi að eiga rétt á að fá þær persónuupplýsingar sem hann hefur afhent sjóðnum og varða hann sjálfan og unnar eru á grundvelli samþykkis hans, á skiljanlegu og aðgengilegu formi. Umsækjandi kann einnig að hafa rétt á því að sjóðurinn miðli þessum gögnum áfram til þriðju aðila.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum umsækjanda byggð á lögmætum hagsmunum sjóðsins á hann einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

12. Fyrirspurnir umsækjanda og kvörtun til Persónuverndar

Ef umsækjendur hafa einhverjar spurningar vegna persónuverndarreglna þessara eða hvernig persónuupplýsingar um þá eru varðveittar, skulu þeir hafa samband við persónuverndarfulltrúa sjóðsins sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þeim um réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarreglum þessum.

Ef umsækjandi er ósáttur við vinnslu sjóðsins á persónuupplýsingum hans getur hann sent erindi til Persónuverndar (personuvernd.is).

13.  Samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa

Sjóðurinn hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa til að hafa umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarreglna. Hér fyrir neðan má finna samskiptaupplýsingar hans:

        Oliver Ómarsson
        oliver.omarsson@live.is

Samskiptaupplýsingar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:

        kt. 4302694459
        Kringlunni 7
        103 Reykjavík

14.  Endurskoðun

Sjóðurinn getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarreglum þessum í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig sjóðurinn vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á persónuverndarreglum þessum verður umsækjendum send uppfærð útgáfa af reglunum eða slíkt kynnt umsækjendum á annan sannanlegan hátt.

Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á reglunum taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið kynnt umsækjendum um störf hjá sjóðnum.

Hvers vegna er persónuupplýsingum safnað og á hvaða grundvelli?

Sjóðurinn safnar persónuupplýsingum um sjóðfélaga fyrst og fremst til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli heimildar/skyldu í lögum, kjarasamningum eða á grundvelli lögmætra hagsmuna sjóðsins.

Í þeim tilvikum þar sem að söfnun og vinnsla persónuupplýsinga krefst samþykkis sjóðfélaga, er sjóðfélaga ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki sitt. Öll samskipti í tengslum við slíka afturköllun eða breytingu á innihaldi samþykkis skal beina til persónuverndarfulltrúa sjóðsins.

Sjóðurinn skuldbindur sig til þess að öll vinnsla á persónuupplýsingum um sjóðfélaga sé lögleg, sanngjörn og gagnsæ. Upplýsingum verði aðeins safnað í tilteknum, sérstökum og lögmætum tilgangi og að söfnun og vinnsla gangi ekki lengra en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Vinnsla skal í öllum tilvikum vera nægileg, viðeigandi og takmörkuð við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

Varðveisla á persónuupplýsingum

Sjóðurinn mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum.

Varðveislutími persónuupplýsinga er afmarkaður nánar í reglum sjóðsins um varðveislutíma.

Til dæmis eru upplýsingar er varða iðgjaldagreiðslur vegna lífeyris varðveittar ótímabundið.

Umsóknir um lífeyri, og öll gögn tengd slíkum umsóknum og greiðslum til lífeyrisþega, eru varðveittar ótímabundið. 

Gögn er tengjast umsókn um lán og afgreiðslu lána eru varðveitt í 10 ár eftir að lán er uppgreitt.

Ef hætt er við umsókn eða umsókn er hafnað er varðveislutími 3 mánuðir.

Miðlun til þriðju aðila

Sjóðurinn kann að miðla persónuupplýsingum um sjóðfélaga til þriðju aðila sem veita okkur upplýsingatækniþjónustu og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri sjóðsins, t.a.m. innheimtuþjónustu. Þannig er persónuupplýsingum sjóðfélaga t.a.m. miðlað til LOG lögmannsstofu sf. sem annast innheimtu fyrir hönd sjóðsins, en þegar svo er háttað kemur sjóðurinn fram sem sameiginlegur ábyrgðaraðili ásamt LOG lögmannsstofu sf. vegna þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram í þágu innheimtu.

Þegar notast er við rafrænar undirskriftir kann viðkomandi skjali að vera miðlað til þriðja aðila sem veitir sjóðnum þjónustu í tengslum við slíkar undirskriftir.

Þriðju aðilar sem veita okkur þjónustu samkvæmt framansögðu gætu verið staðsettir utan Íslands. Sjóðurinn mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykki þíns eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.

Greiðir þú félagsgjöld til stéttarfélagsins VR eða FTAT (Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna) miðlar sjóðurinn nauðsynlegum upplýsingum vegna greiðslu félagsgjalda til stéttarfélags. Einnig kann persónuupplýsingum að vera miðlað til annarra lífeyrissjóða vegna vinnslu umsókna skv. samkomulagi sjóðanna þar um.

Að lokum gætu persónuupplýsingar um þig verið afhentar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til skattyfirvalda. Einnig kann persónuupplýsingum þínum að vera miðlað til þriðja aðila til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði. Afhending getur einnig verið nauðsynleg í neyðarástandi.

Vefkökur og vefmælingar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna notar vafrakökur (e. cookies) í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun viðskiptavina sinna. Vafrakaka er lítil textaskrá sem hleðst í vafra þegar vefur okkar er heimsóttur. Notendur vefsvæðisins geta stillt hvaða notkun þeir leyfa og engar mælingar eru virkjaðar án þess að samþykki sé veitt. Breyta má stillingum með því að smella á tannhjólið neðst til vinstri.

Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics og Siteimprove, en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar og eru aðeins notaðar í þeim tilgangi að betrumbæta vefinn. Lífeyrissjóður verzlunarmanna safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur.

Við notfærum okkur þjónustu Facebook og Google Ads fyrir stafræna markaðssetningu til þess að mæla og skilja áhrif auglýsinga fyrirtækisins. Upplýsingum um einstaka notendur er ekki miðlað til okkar. 

Yfirlit yfir vefkökur

Vafrakökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan geturðu lesið um hvern þeirra og leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki sem hafði áður verið leyfður er hafnað er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafraköku yfirlýsingunni.

Nauðsynlegar kökur

Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan mun ekki virka rétt án þessara vafrakaka og þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.

 

Heiti Lén Slóð Rennur út  
JSESSIONID www.live.is / Vafra lokað  

General purpose platform session cookie, used by sites with JavaServer Pages (JSP). The cookie is usually used to maintain an anonymous user session by the server.

eplicaWebVisitor www.live.is / Vafra lokað  
cookiehub .live.is / 365 dagar  

Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site.

AWSELBCORS 6035126.global.siteimproveanalytics.io / Vafra lokað Þriðji aðili

This cookie is managed by AWS and is used for load balancing.

cookiehub .arsskyrsla.live.is / 365 dagar  

Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site.

Tölfræðikökur

Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.

Nafn Lén Slóð Rennur út  
_ga .live.is / 730 dagar  

Contains a unique identifier used by Google Analytics to determine that two distinct hits belong to the same user across browsing sessions.

_gid .live.is / 1 dagur  

Contains a unique identifier used by Google Analytics to determine that two distinct hits belong to the same user across browsing sessions.

_gat .live.is / 1 klukkutími  

Used by Google Analytics to throttle request rate (limit the collection of data on high traffic sites)

nmstat .live.is / 1000 dagar  

This cookie is used to help record visitors' use of the website. It is used to collect statistics about site usage such as when the visitor last visited the site. This information is then used to improve the user experience on the website. This Siteimprove Analytics cookie contains a randomly generated ID used to recognize the browser when a visitor reads a page. The cookie contains no personal information and is used only for web analytics.

_ga_* .live.is / 730 dagar  

Contains a unique identifier used by Google Analytics 4 to determine that two distinct hits belong to the same user across browsing sessions.

 

Markaðskökur

Markaðskökur eru notaðar til að rekja gesti slóð gesta á milli vefsíða sem gerir auglýsendum kleift að birta viðeigandi og grípandi auglýsingar.

 

Nafn Lén Slóð Rennur út  
_fbp .live.is / 90 dagar  

Facebook Pixel advertising first-party cookie. Used by Facebook to track visits across websites to deliver a series of advertisement products such as real time bidding from third party advertisers.

IDE .doubleclick.net / 390 dagar Þriðji aðili

Used by Google's DoubleClick to serve targeted advertisements that are relevant to users across the web. Targeted advertisements may be displayed to users based on previous visits to a website. These cookies measure the conversion rate of ads presented to the user.

_gcl_au .live.is / 90 dagar  

Used by Google AdSense to understand user interaction with the website by generating analytical data.

Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

Sjóðurinn leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang að kerfum sjóðsins þar sem persónuupplýsingar eru geymdar og þar með vernda þær gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegri afritun, notkun eða miðlun þeirra.

Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum

Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem varðveittar eru um sjóðfélaga séu bæði réttar og viðeigandi. Því er mikilvægt að þú tilkynnir sjóðnum um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þínum.

Sjóðfélagar eiga rétt á því að óáreiðanlegar persónuupplýsingar er þá varða séu leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga skal sjóðfélagi eiga rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um hann, þ.m.t. með því að leggja fram frekari upplýsingar.

Vinsamlega beindu öllum óskum um uppfærslur til persónuverndarfulltrúa sjóðsins. 

Aðgangur sjóðfélaga að persónuupplýsingum sínum

Sjóðfélagar eiga rétt á að fá staðfest hvort sjóðurinn vinni upplýsingar um þá, og ef svo er að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem og upplýsingar um vinnsluna. Þá kann sjóðfélagi einnig að eiga rétt að fá afrit af persónuupplýsingunum.

Aðgangur sjóðfélaga að persónuupplýsingum sem sjóðurinn varðveitir um þá er hins vegar ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir, sem og réttindi annarra, að heimila eða skylda sjóðinn til að hafna ósk um aðgang að persónuupplýsingum.

Ef upp koma aðstæður þar sem sjóðurinn getur ekki veitt sjóðfélaga aðgang að persónuupplýsingum, mun sjóðurinn leitast við að útskýra hvers vegna beiðni hans hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Vinsamlega beindu öllum aðgangsbeiðnum til persónuverndarfulltrúa sjóðsins, sem getur einnig veitt þér frekari upplýsingar um rétt þinn.

Réttur til eyðingar og takmörkunar á vinnslu

Við ákveðnar aðstæður kann sjóðfélagi að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um hann verði eytt án tafar, til að mynda þegar varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að sjóðfélaginn hefur afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni.

Réttur sjóðfélaga til eyðingar persónuupplýsinga er hins vegar ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda sjóðinn til að hafna ósk um eyðingu persónuupplýsinga.

Sjóðfélaga kann einnig að vera heimilt að óska eftir að vinnsla persónuupplýsinga um hann verði takmörkuð við ákveðnar aðstæður, t.d. ef vinnslan er ólögmæt og sjóðfélaginn vill frekar takmarka vinnsluna en að persónuupplýsingum sé eytt, eða ef varðveislan er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar en sjóðfélaginn vill engu að síður að upplýsingarnar séu áfram varðveittar til þess að hægt sé að höfða mál eða verjast málsókn.

Vinsamlega beindu öllum óskum um eyðingu og/eða takmörkun vinnslu til persónuverndarfulltrúa sjóðsins, sem getur einnig veitt þér frekari upplýsingar um rétt þinn.

Réttur til gagnaflutninga og andmæla

Fari vinnsla persónuupplýsinga fram með sjálfvirkum hætti kunna sjóðfélagar að eiga rétt á að fá þær persónuupplýsingar sem þeir hafa afhent sjóðnum og varða þá sjálfa og unnar eru á grundvelli samþykkis sjóðfélagans eða samnings hans og sjóðsins, á skiljanlegu og aðgengilegu formi. Sjóðfélagar kunna einnig að hafa rétt á því að sjóðurinn miðli þessum gögnum áfram til þriðja aðila.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum sjóðfélaga byggð á lögmætum hagsmunum sjóðsins á sjóðfélagi einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Ef sjóðfélagar hafa einhverjar spurningar vegna persónuverndarreglna þessara eða hvernig persónuupplýsingar um þá eru unnar að öðru leyti, skulu þeir hafa samband við persónuverndarfulltrúa sjóðsins sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina sjóðfélögum um réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarreglum þessum.

Ef sjóðfélagi er ósáttur við vinnslu sjóðsins á persónuupplýsingum hans getur hann sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

Samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa

Sjóðurinn hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa til að hafa umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarreglna. Hér fyrir neðan má finna samskiptaupplýsingar hans:

     Oliver Ómarsson
     oliver.omarsson@live.is

Samskiptaupplýsingar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:

     kt. 4302694459
     Kringlunni 7
     103 Reykjavík

Endurskoðun

Sjóðurinn getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarreglum þessum í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig sjóðurinn vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á persónuverndarreglum þessum verður sjóðfélögum tilkynnt um það á vef sjóðsins þar sem verður að finna hlekk á uppfærða útgáfu af reglunum.

Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á reglunum taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið kynnt.

Þessar persónuverndarreglur voru síðast endurskoðaðar þann 13. desember 2021.