Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Hefur þú áhuga á að vinna hjá stærsta opna lífeyrissjóðnum á Íslandi? 

Bókari á fjármálasviði  

Við leitum að metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi í starf bókara til þess að starfa á fjarmálasviði sjóðsins. 

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á bókhaldi, á gott með að tileinka sér nýjungar og býr yfir umbótahugsun.

Helstu verkefni:

  • Dagleg færsla bókhalds.
  • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
  • Þátttaka ýmissa umbótaverkefna.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Haldgóð reynsla og þekking á bókhaldi.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð almenn tölvukunnátta, þ.m.t. reynsla af vinnu með Excel.
  • Þekking á BC/ NAV er kostur.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Tölugleggni, nákvæmni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 24. febrúar nk. 

Sótt er um starfið á vinnvinn.is 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi. 

Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).

Sumarstörf 2025

Við bjóðum spennandi sumarstörf á fjármálamarkaði fyrir háskólanema sem hafa lokið að lágmarki einu ári í námi. 

Að jafnaði eru ráðnir 4-8 sumarstarfsmenn í fjölbreyttar deildir þar á meðal: 

  • ráðgjöf og móttöku
  • lífeyrisdeild
  • upplýsingatæknisvið
  • eignastýringu
  • fjármálasvið
  • iðgjaldaskil og innheimtu

Nánari upplýsingar veitir Þór Egilsson mannauðsstjóri thor@live.is 

Vinsamlega sendu umsókn með ferilskrá á starf@live.is 

Breki Laufey Birnir Kassi2 Breki Laufey Birnir Kassi2

Greinar og pistlar

"Fyrst og fremst, vertu með séreignarsparnað"

Breki Valsson hóf störf 2022 í iðgjaldaskráningu og innheimtu í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði frá HR. Breki er meðal fyrirliða í innleiðingu Salesforce viðskiptastjórnunarkerfisins innan sjóðsins en hann er líka nýbakaður faðir. Við fáum að heyra hans sýn á lífeyrismálin og vinnustaðinn.

Lesa nánar
Received 974809807159251 Received 974809807159251

Greinar og pistlar

"Ég er meira svona hamingjuhlaupari"

Hildur Ósk Brynjarsdóttir er 43 ára sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún starfaði áður í Arion verðbréfavörslu og SPRON en hefur unnið hjá LV í um 13 ár. Hildur lauk námi í hagfræði og meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál.

Lesa nánar