Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Skil iðgjalda

Þrjár leiðir eru við skil á iðgjöldum. Kynntu þér þær hér að neðan ásamt leiðbeiningum um útfyllingu skilagreina. 

Sækja um aðgang að fyrirtækjavef Skilagrein PDF

Leiðir til að skila iðgjöldum

Launakerfi

Besta leiðin sem veitir góða yfirsýn og öryggi

Fyrirtækjavefur

Besta leiðin fyrir þá sem eru ekki með launakerfi

Tölvupóstur

Fyrir þá sem ekki senda inn í gegnum fyrirtækjavef eða launakerfi

Leiðbeiningar um iðgjaldaskil

Skil úr launakerfi

Mörg launakerfi senda skilagreinar beint inn til sjóðsins. Þetta er skilvirkasta og öruggasta leiðin. Krafa í netbanka myndast sjálfkrafa þegar skilagrein er send inn nema stofnun kröfu sé afþökkuð. 

Launakerfið þarf að hafa skráð notendanafn og lykilorð fyrirtækisins inn á fyrirtækjavef sjóðsins og netfangið netskil@live.is sem skilagreinin er send á. 

Athugaðu að greiðsla iðgjalda hefur ekki átt sér stað þegar skilagrein er skilað. 

Fyrirtækjavefur

Nýttu þér fyrirtækjavefinn okkar til að skila rafrænum skilagreinum. Vefurinn er einfaldur í notkun og flýtir fyrir vinnu við skil á iðgjöldum og félagsgjöldum. Leiðbeiningar um notkun vefsins eru inni á fyrirtækjavefnum. 

Hægt er að stofna kröfu og greiða skilagreinar í netbanka, villuhætta er minni og hægt er að fylgjast með stöðu skilagreina auk yfirlits yfir greiðslur. 

Athugið að greiðsla iðgjalda hefur ekki farið fram þó skilagrein sé skilað.  

 

Tölvupóstur

Til að senda inn skilagreinar með tölvupósti er útfyllt skilagrein send á netskil@live.is.

Dæmi um útfyllingu skilagreina má finna hér í felliglugga:

Sundurliðun greiðslu

 

 

Iðgjald launþega 4% 

20.000

Dregið af launþega

Mótframlag launagreiðanda 11,5%

57.500

 

Séreignarsjóður 0%

0

 

Séreignarsjóður mótframlag 0%

0

 

Félagsgjald 0,7%

3.500

Dregið af launþega

Sjúkrasjóður 1%

5.000

 

Orlofsheimilasjóður 0,25%

1.250

 

Starfsmenntasjóður 0,30%

1.500

 

Endurhæfingarsjóður 0,10%

500

 

 Kjaramálagjald FÍS

850

Einungis greitt af launagreiðendum sem eru félagar í FA

Félagsheimilasjóður 0,25%

1.250*

 

Samtals

89.250

 

*Í félagsheimilasjóð greiða launagreiðendur sem eru í einhverjum af eftirtöldum samtökum: Bílgreinasambandið, Kaupmannasamtök Íslands Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekanda, Samtök verslunar og þjónustu,  Viðskiptaráð Íslands

Stofnun og sending skilagreina á fyrirtækjavef

Innskráning

Ýtt á: Fyrirtækjavefur

Skrá inn: Notendanafn og lykilorð ef komið er með það annars valið Nýskráning sjá fyrir neðan

Ýtt á: Tengjast

Stofna skilagrein

Skref 1

Hér er hægt að velja 4 kosti: Veldu þann kost sem hentar best
Hér valið númer 1: eins og síðast bókað hjá sjóðnum
Ef launagreiðandi hefur ekki áður sent til sjóðsins rafrænt þarf að velja númer 3 = Tóm skilagrein/Fyrsta skilagrein

Skref 2

Velja: mánuð
Velja þarf stéttarfélag: Ekkert stéttarfélag, VR, Félag tanntækna og aðstoðafólks tannlækna
Ýtt á: Áfram

Skref 3

Skráir: Gjöld sem á að skrá
Ef launagreiðandi hefur ekki áður sent til sjóðsins rafrænt þarf að velja númer 3 = Tóm skilagrein/Fyrsta skilagrein
Ýtt á: Áfram

Skref 4

Sundurliðun sést á gjöldum á skilagreininni
Ýtt á: Áfram ef allt stemmir
ATH: Ef laun breytast ekki milli mánaða er hægt að endurtaka skilagrein fram í tímann. Til þess þarf að haka við „Endurtaka“ og slá inn fjölda mánaða. (hér valið að endurtaka 11 sinnum = 12 mánuðir)

Skref 5

Hér sést að skilagrein hefur verið stofnuð númer xxx og krafa send í netbanka ef beðið hefur verið um það.