Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Upplýsingagjöf vegna áhættu tengdri sjálfbærni

Birt samkvæmt lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, samanber reglugerð ESB um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (ESB/2019/2088)

Hvað er SFDR?

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins, nr. (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu („SFDR reglugerðin“ eða „SFDR“), hefur verið innleidd í íslenskan rétt með lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. SFDR reglugerðinni er ætlað að tryggja samræmdar upplýsingar um hvernig aðilar á fjármálamarkaði meta áhættu tengda sjálfbærni og hvernig taka eigi tillit til helstu neikvæðra áhrifa sjálfbærniþátta við fjárfestingarákvarðanir.

Hér eru birtar yfirlýsingar varðandi eftirfarandi:

Yfirlýsing varðandi samþættingu sjálfbærniáhættu í ákvarðanatökuferli fjárfestinga (gr. 3 í SFDR)

Áhætta tengd sjálfbærni er skilgreindur atburður eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta sem gæti, ef hann gerist, haft raunveruleg eða hugsanleg veruleg neikvæð áhrif á virði fjárfestingar, sbr. 22. tölulið, 2. gr. SFDR.

Yfirlýsing LV með vísan til 3. gr. SFDR

Yfirlýsing varðandi neikvæð áhrif fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþætti (e. Principal Adverse Impact on sustainability factors, PAI) (gr. 4 í SFDR)

Sjálfbærniþættir eru skilgreindir sem umhverfis-, félags- og starfsmannatengd mál, virðing fyrir mannréttindum og mál sem varða baráttu gegn spillingu og mútum, sbr. 24. tölulið, 2. gr. SFDR. Með helstu neikvæðu áhrifum er almennt átt við þau neikvæðu áhrif sem fjárfestingarákvörðun getur haft á ofangreinda þætti.

Yfirlýsing LV með vísan til 4. gr. SFDR

Yfirlýsing varðandi samþættingu sjálfbærniáhættu í starfskjarastefnu (gr. 5 í SFDR)

LV skal hafa upplýsingar í starfskjarastefnu sinni um hvernig hún samræmist innfellingu áhættu tengda sjálfbærni og skal birta hana á vef sjóðsins.

Yfirlýsing LV með vísan til 5. gr. SFDR. (PDF skjal)