Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd heyrir beint undir stjórn sjóðsins og starfar eftir eigin starfsreglum.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er:

  • Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  • Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits og áhættustýringu.
  • Eftirlit með endurskoðun ársreiknings.
  • Mat á óhæði og eftirlit með öðrum störfum endurskoðunarfyrirtækis.
  • Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðunarfyrirtæki.

Nefndarmenn í endurskoðunarnefnd:

Jón Ólafur Halldórsson, formaður

Jón Ólafur hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir ráðgjafarstörfum ásamt stjórnarstörfum. Hann er m.a. með MBA gráðu með áherslu á fjármál fyrirtækja og MS í stjórnum og stefnumörkun í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Jón er varaformaður stjórnar LV.

Helga Ingólfsdóttir

Helga starfar við bókhald og verkefnastjórnun. Hún er viðurkenndur bókari og hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ. Helga á sæti í stjórn sjóðsins.

Margret G. Flóvenz

Margret G. Flóvenz er löggiltur endurskoðandi og er með víðtæka reynslu af endurskoðunarstörfum.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar