Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ævileið III

Hentar vel þeim sem eru byrjaðir að taka út lífeyrinn sinn eða þeim sem vilja litla áhættu.

Gengisþróun séreignarsjóðs

Árleg nafnávöxtun

Nafnávöxtun tímabila

m.v. gengi 31.08.2024

Frá áramótum

5,0%

3 ára meðaltal

4,1%

5 ára meðaltal

4,1%

Samsetning eignasafns

30.06.2024

Stærstu eignir

30.06.2024

  • Heiti Vægi
  • Endurlán ríkissjóðs (RIKS 26 0216) 14,2%
  • Endurlán ríkissjóðs (RIKB 26 1015) 13,8%
  • Lánasýsla ríkisins (RIKS 30 0701) 7,0%
  • Lánasýsla ríkisins (RIKB 28 1115) 6,2%
  • Arion banki hf. (ARION CBI 30) 3,6%
  • Landsbankinn hf. (LBANK CB 27) 3,3%
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS150434) 3,3%
  • Íslandsbanki hf. (ISB CB 27) 3,2%
  • Heimar hf. (HEIMAR280130) 2,8%
  • Reitir fasteignafélag hf. (REITIR150525) 2,7%
  • IS Sértryggð skuldabréf VTR 2,6%
  • Arion banki hf. (ARION CB 27) 2,5%
  • Reitir fasteignafélag hf. (REITIR150527) 2,3%
  • Stefnir - Skuldabréfaval 2,1%
  • Seðlabanki Íslands (RIKS 33 0321) 1,8%
  • Hlutfall af heild 71,4%

Fyrir hverja

Ævileið III hentar vel þeim sem eru að ávaxta sinn séreignarsparnað til miðlungs og skemmri tíma. Þessi leið getur hentað einstaklingum sem eru byrjaðir að taka út lífeyrinn sinn eða þeim sem vilja litla áhættu. Takmörkuð áhætta felst í fjárfestingum Ævileiðar III sem næst með samsetningu skuldabréfa og innlána.

Markmið Ævileiðar III er að varðveita áunna eign, en um leið skila jákvæðri raunávöxtun. 

Ævileið I

Ævileið II

Ævileið III

Meiri áhætta

Lengri fjárfestingartími

Yngri sjóðfélagi

Minni áhætta

Styttri fjárfestingartími

Eldri sjóðfélagi

Ævilína: Sjálfvirk færsla milli Ævileiða eftir aldri

Þú getur einnig valið sjálfvirka tilfærslu á milli Ævileiða eftir aldri og færist eignin við eftirfarandi aldursmörk:

  • Ævileið I: yngri en 55 ára
  • Ævileið II: 55 ára og eldri
  • Ævileið III: Frá úttekt

Fjárfestingarstefna

Ævileið III horfir til miðlungs og skemmri tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Samkvæmt fjárfestingarstefnu fjárfestir Ævileið III í skuldabréfum, hlutdeildarskírteinum og innlánum. Stefna safnsins er að hlutfall skuldabréfa sé um 80% af eignum og um 20% í innlánum. Ekki er fjárfest í hlutabréfum.

  • Ævileið III fjárfestir eingöngu í eignum í íslenskum krónum.
  • Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 4 ár hjá Ævileið III.

Helstu upplýsingar úr rekstri við lok árs 2023

Ævilína

1. júlí 2017

Stofndagur

Fjárfestingar

2.101

Stærð í milljónum króna

Fólk Á Vinnumarkaði

0,2%

Rekstrarkostnaður

Séreignarsparnaður

0,09%

Viðskiptakostnaður

Umsóknir vegna séreignarsparnaðar

Viltu byrja með séreignarsparnað, skipta um fjárfestingarleið eða fá greitt út? Þú finnur umsóknir hér. 

Veldu umsókn

Error
Umsókn