Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Breyta láni

Yfir ævina breytast aðstæður hjá okkur af fjölmörgum ástæðum svo sem vegna flutnings láns vegna húsnæðiskaupa, breytinga á tekjum eða tímabundinna greiðsluerfiðleika.  Breyttar aðstæður geta kallað á breytingar á lánum. 

Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Veðflutningur

Í sumum tilfellum getur verið hagstæðara að flytja eldra lán á nýja eign frekar en að taka nýtt lán. Þetta veltur auðvitað á kjörum eldra lánsins í samanburði við þau kjör sem eru í boði á nýjum lánum.

Hafa þarf í huga að veðhlutfall lánsins á nýju eigninni þarf að vera innan marka um veðhlutfall sem kemur fram í reglum sjóðsins og lánið þarf einnig að vera í skilum.

Veðleyfi

Ef óskað er eftir því að gera breytingar á veðréttum sem eru fyrir ofan lán frá LV, þá þarf að óska eftir veðleyfi.

Allar slíkar beiðnir eru metnar sérstaklega út frá hagsmunum sjóðsins.

Skilmálabreytingar

Stundum geta aðstæður okkar breyst þannig að gott er að skilmálabreyta láninu. Hægt er að stytta lánstíma til þess að hraða eignamyndun, eða lengja hann til þess að lækka greiðslubyrði. Einnig er hægt að breyta greiðsluaðferð úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir eða öfugt.* 

Hafa þarf í huga að ekki er hægt að lengja lán sem voru upphaflega tekin til 40 ára. Ef lengt er í láni þá verður það dýrara þegar upp er staðið því vextir og eftir atvikum verðbætur reiknast á lánið yfir lengri tíma.

Ef greiðslubyrði verður hærri eftir skilmálabreytingu þá þarf í vissum tilfellum að fara í greiðslumat.

*Þegar lán er með jöfnum afborgunum þá er greitt jafnt af höfuðstól allan tíman. Mánaðarleg greiðslubyrði er því hærri í upphafi, en fer svo lækkandi þar sem að vaxtabyrði minnkar. Eignamyndun er hraðari.

Þegar lán er með jöfnum greiðslum þá er mánaðarleg greiðslubyrði jöfn út lánstímann (ef lánið er verðtryggt þá hækkar hún). Mánaðarlegar greiðslur eru því lægri í upphafi, en eignamyndun er hægari.

Nafnabreyting

Ef óskað er eftir því að fella út annan skuldara af láni eða að bæta við nýjum skuldara, þá þarf í báðum tilvikum að framkvæma greiðslumat. Ef verið er að bæta við skuldara þá þarf sá einstaklingur að vera maki upphaflegs skuldara.

Ekki er hægt að óska eftir skuldaraskiptum þar sem ótengdir aðilar taka yfir lánið.

Veðbandslausn að hluta

Við sérstakar aðstæður gæti þurft að óska eftir veðbandslausn að hluta. Þá gilda áfram almennar reglur um veðhlutföll. Hægt er að óska eftir veðbandslausn að hluta ef veðrými eftir breytingar á eign eða skerðingu veðs, er nægjanlegt fyrir áhvílandi lán, bæði lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og lán frá öðrum stofnunum sem eru fyrir framan lán sjóðsins í veðröð.

Umsóknir vegna lána

Hér má finna allar helstu umsóknir og beiðnir sem varða lántakendur. 

Veldu umsókn

Error
Umsókn