Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ný myndbönd fyrir mannauðsfólk á Fræðslutorgi LV

Fyrirtæki greiða stærstan hluta af því sem greitt er í lífeyrissjóð og því vel við hæfi að þau séu fremst í flokki að kynna verðmætin sem felast í lífeyrisréttindum fyrir starfsfólki. Þar er mannauðsfólk í lykilstöðu. 

LIV Fraedslutorg LV 660X330px 2X 0923 LIV Fraedslutorg LV 660X330px 2X 0923

Við viljum auka þekkingu á lífeyrismálum og gildi þeirra réttinda sem felast í þeim. Þess vegna höfum við tekið upp nokkur myndbönd sem eru sérstaklega hugsuð fyrir mannauðsfólk til þess að geta frætt starfsfólk allt frá ráðningu til starfsloka. 

Í stuttum myndböndum segjum við frá því hvað gott sé að fara yfir við ráðningu, hvaða valkostir séu í boði, ef starfsmaður lendir í alvarlegum veikindum eða slysi eða fellur frá, hvernig íslenska lífeyriskerfið stendur í samanburði við önnur lönd og hvaða kosti Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður. 

Aðgangur að Fræðslutorginu býðst öllum og er án endurgjalds. Við óskum aðeins eftir skráningu til að geta látið fólk vita þegar nýtt efni kemur inn eða mikilvægar breytingar verða. 

Sjáumst í Hörpu á Mannauðsdeginum föstudaginn 4. október. 

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er þátttakandi á Mannauðsdeginum sem haldin er í Hörpu föstudaginn 4.október. Við hlökkum til að taka á móti þér á básnum okkar nr. 41 í Norðuljósasalnum en þar kynnum við meðal annars Fræðslutorg LV ásamt góðum ráðum og ábendingum um málefni lífeyrissparnaðar þegar ákveðin kaflaskil eru á starfsævinni. 

Komdu á Fræðslutorg LV