Skýrsla um neikvæð áhrif fjárfestinga á sjálfbærni birt í fyrsta sinn


30. jún. 2025
30. jún. 2025
Lífeyrissjóður verzlunarmanna birtir nú í fyrsta sinn yfirlýsingu um helstu neikvæðu áhrif af fjárfestingarákvörðunum sínum á sjálfbærniþætti í samræmi við SFDR reglugerðina um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og framseldu reglugerð ESB 2022/1288 um viðbætur við SFDR, eða svokallaða PAI mælikvarða (e. principle adverse impact metrics).
Í þessari birtingu má finna mælikvarða sem lýsa neikvæðum áhrifum innlendra eignasafna sjóðsins á sjálfbærniþætti eins og finna má í viðaukum framseldu reglugerðarinnar. Þegar fram líða stundir mun LV birta upplýsingar um neikvæð áhrif allra eigna í söfnum sjóðsins sem reglugerðin nær til, í takt við fáanleika og gæði gagna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er langtímafjárfestir sem leitast við að hámarka réttindi sjóðfélaga, að teknu tilliti til áhættu og arðsemi. Lífeyrissjóðurinn telur að langtímaverðmætasköpun felist í því að horfa á fjárhagslega mikilvæga sjálfbærniþætti samhliða öðrum hefðbundnum lykilmælikvörðum við fjármálagreiningar og telur mikilvægt að upplýsa um neikvæð áhrif af fjárfestingum sínum í samræmi við fyrrgreinda löggjöf.