Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Nýtt yfirlit sjóðfélaga á Mínum síðum á live.is

Nýtt yfirlit bíður sjóðfélaga á skjalasvæðinu á Mínum síðum. Nú heyra prentuð yfirlit sögunni til og yfirlit sjóðsins eru eingöngu rafræn.

Liv Radgjof Liv Radgjof

Yfirlit yfir greiðslur og stöðu áunninna réttinda eru send tvisvar á ári og tilkynning send á netfang sjóðfélaga. Því er mikilvægt að netfang og símanúmer séu ávallt uppfærð.

Á live.is er að finna spurt og svarað um yfirlit sjóðsins til nánari útskýringar ef spurningar vakna. 

Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman upphæðir launaseðla og upphæðir á yfirlitum og láta vita ef greiðslur vantar. 

Rekstraryfirlit vegna 2023 er jafnframt að finna í skjalasafni sjóðfélaga.