Nýjar áherslur í hluthafastefnu LV
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarin misseri lagt aukna áherslu á framkvæmd eigendahlutverks sjóðsins. Liður í því er uppfærsla stjórnar á hluthafastefnu sjóðsins í desember sl.
14. feb. 2024
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarin misseri lagt aukna áherslu á framkvæmd eigendahlutverks sjóðsins. Liður í því er uppfærsla stjórnar á hluthafastefnu sjóðsins í desember sl.
14. feb. 2024
Í hluthafastefnunni er fjallað um atriði sem sjóðurinn leggur áherslu á gagnvart þeim félögum sem hann fjárfestir í og þeim félögum sem hann tekur til skoðunar sem fjárfestingarkost.
Hluthafastefna sjóðsins myndar heild með fjárfestingarstefnu og stefnum LV um ábyrgar fjárfestingar.
Hér eftir sem hingað til er lögð áhersla á verðmætasköpun til langs tíma, góða stjórnarhætti, jafnræði hluthafa og fylgni við lög og önnur gild viðmið.
Meðal nýmæla í hluthafastefnunni:
LV mun á næstu vikum og mánuðum kynna efnisatriði stefnunnar almennt og beint gagnvart hlutafélögum eftir því sem tilefni er til.
Viðtal við Arne Vagn Olsen, forstöðumann eignastýringar LV um hluthafastefnuna má finna í Viðskiptablaðinu 14.2.2024 og á áskriftarvef sama miðils.