Frá og með janúar verða lífeyrisseðlar vegna útgreiðslu lífeyris og séreignarsparnaðar hjá sjóðnum aðgengilegir á Mínum síðum á live.is. Frá og með febrúar verða tilkynningar um greiðslu lífeyris eingöngu birtir á Mínum síðum á live.is en ekki í netbönkum.
19. jan. 2024
Þú skráir þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Þar má einnig finna stöðu réttinda hjá okkur og öðrum sjóðum, yfirlit yfir greiðslur, umsóknir og skjöl.
Mikilvægt að skrá þínar upplýsingar
Við hvetjum þig til að hafa ávallt skráð netfang og símanúmer á Mínum síðum (veldu stillingar) svo þú fáir mikilvægar tilkynningar frá sjóðnum. Einnig viljum við benda þér á að þar er hægt að breyta ýmsum upplýsingum eins og t.d. bankareikningi, persónuafslætti og skattþrepi.
Hafðu samband við ráðgjafa okkar ef spurningar vakna í síma 580 4000 eða á netfangið live@live.is.