Jákvæð raunávöxtun á árinu þrátt fyrir háa verðbólgu
Afkoma eignasafna jákvæð um 103 milljarða króna.
![eignastyring skjar](/media/y3wkekhp/liv_lífeyrissjodur-verslunarmanna_1416_1022.jpg?width=12&height=5)
![eignastyring skjar](/media/y3wkekhp/liv_lífeyrissjodur-verslunarmanna_1416_1022.jpg?width=500&height=500&v=1da94c7a79f7920&format=webp)
23. feb. 2024
Afkoma eignasafna jákvæð um 103 milljarða króna.
23. feb. 2024
Afkoma ársins reyndist mun betri en útlit var fyrir langt fram eftir árinu. Hrein nafnávöxtun sameignardeildar var 8,6% eða 0,5% raunávöxtun. Séreignarleiðir skiluðu frá 6,0% til 8,6% nafnávöxtun.
Heildareignir námu 1.288 milljörðum króna í árslok og var afkoma eignasafna jákvæð um 103 milljarða.
Framlag erlendra hlutabréfa til ávöxtunar ársins vó mest en framlag allra eignaflokka var jákvætt á árinu, ólíkt árinu á undan þegar innlend og erlend hlutabréf höfðu neikvæð áhrif á ávöxtun sjóðsins.
Eignasamsetning sameignardeildar tók nokkrum breytingum á árinu. Vægi hlutabréfa hefur lækkað, þá einna helst erlendra hlutabréfa og vægi erlendra skuldabréfa aukist eða um 6% sem hluti af heildareignum sameignardeildar. Samanlagt vægi hlutabréfa lækkaði þannig úr 56% árið 2022 og stóð í 51% í árslok 2023.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins nam í upphafi árs 2023 –5,6%, þar sem heildarskuldbindingar eru umfram heildareignir sjóðsins. Há verðbólga á árinu auk þess sem raunávöxtun eigna var undir viðmiði í tryggingafræðilegu uppgjöri leiddi til 1,2% lækkunar á stöðunni í árslok 2023.
Lífeyrisgreiðslur úr sameignardeild námu 33,2 milljörðum króna og hækkuðu um 31,5% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og hækka miðað við vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 8% 2023.
Í lok árs fengu 24.222 sjóðfélagar lífeyri. Nýjum sjóðfélögum á lífeyri fjölgaði talsvert frá árinu áður. Ástæðuna má meðal annars rekja til breytinga á samþykktum í upphafi árs þar sem aldursmörk vegna töku ævilangs lífeyris voru lækkuð úr 65 ára í 60 ára aldur.
Alls eiga rúmlega 186 þúsund sjóðfélagar réttindi í sameignardeild.
Greidd iðgjöld til sjóðsins jukust um 12,4% á milli ára.
Tímabil | Nafnávöxtun | Raunávöxtun |
Ávöxtun 2023 | 8,6% | 0,5% |
Árleg ávöxtun sl. 5 ár | 10,8% | 4,8% |
* Ávöxtun er reiknuð skv. reglum FME eins og birtist í ársreikningi.
Yfirlit yfir hreina nafnávöxtun séreignardeilda
Tímabil | Verðbréfaleið | Ævileið I | Ævileið II | Ævileið III |
Ávöxtun 2023 | 8,6% | 7,2% | 6,0% | 6,0% |
Meðaltal sl. 5 ár | 10,8% | 8,6% | 6,8% | 4,0% |