Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Íslenska lífeyriskerfið fremst í flokki fjórða árið í röð

Ísland er í öðru sæti í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa 48 ríkja í heiminum á vegum ráðgjafarfyrirtækisins Mercer og CFA Institute. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland tekur þátt og hefur náð fyrsta eða öðru sæti öll árin.  

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 6 0223 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 6 0223

Í frétt frá Landssamtökum lífeyrissjóða kemur fram að Ísland fékk A einkunn ásamt Hollandi, Danmörku og Ísrael. Heildareinkunn ríkja í Evrópu og Bretlandi má sjá hér að neðan. Í skýrslu Mercer gefur A-einkunn til kynna "fyrsta flokks og öflugt lífeyriskerfi sem tryggir góð réttindi, er sjálfbært og sem traust ríkir um". 

  • Austurríki [53.4] ▲
  • Belgía [68.6] 
  • Króatía [67.2] ▲
  • Danmörk[81.6] ▲
  • Finnland[75.9] ▼
  • Frakkland [68.0] ▲
  • Þýskaland [67.3] ▲
  • Ísland [83.4] ▼
  • Írland [68.1] ▼
  • Ítalía [55.4] ▼
  • Holland [84.8] ▼
  • Noregur [75.2] ▲
  • Pólland [56.8] ▼
  • Portúgall [66.9] ▼
  • Spánn [63.3] ▲
  • Svíþjóð [74.3] ▲
  • Sviss [71.5] ▼
  • Bretland [71.6] ▼
Nánar um The Mercer CFA Institute Global Pension Index