Innlánsleið séreignar sameinast Ævileið III
Innstæður í Innlánsleið verða frá og með 1. nóvember 2018 fluttar í Ævileið III, en þessar tvær fjárfestingarleiðir séreignar verða þá sameinaðar.
25. sep. 2018
Innstæður í Innlánsleið verða frá og með 1. nóvember 2018 fluttar í Ævileið III, en þessar tvær fjárfestingarleiðir séreignar verða þá sameinaðar.
25. sep. 2018
Allir sjóðfélagar sem eiga innstæðu í Innlánsleið fá í lok september bréf með upplýsingum um sameiningu þessara fjárfestingarleiða ásamt upplýsingum um þær nýju fjárfestingarleiðir séreignar sem kynntar voru á miðju ári 2017. Hinar nýju fjárfestingarleiðir eru Ævileið I, Ævileið II og Ævileið III.
Innstæður í Innlánsleið hafa að fullu verið ávaxtaðar hjá bönkum. Fjárfestingarstefna Ævileiðar III er sú varfærnasta af hinum nýju fjárfestingarleiðum. Í Ævileið III eru um 20% innstæðunnar ávöxtuð í innlánum (hjá bönkum) og um 80% í skuldabréfum.
Að fenginni reynslu má ætla að eignasamsetning Ævileiðar III skili að jafnaði heldur hærri ávöxtun en innlánsleið, með þeim fyrirvara þó að ávöxtun í fortíð tryggir ekki ávöxtun í framtíðinni. Á vef sjóðsins er að finna ítarlegar upplýsingar um allar hinar nýju fjárfestingarleiðir séreignar.
Sjóðfélagar sem kjósa að ávaxta séreignarsparnað sinn í annarri fjárfestingarleið geta flutt innstæðu sína og framtíðariðgjöld sér að kostnaðarlausu.
Sjóðfélagar geta skoðað séreignarsparnað sinn hjá LV á sjóðfélagavefnum.