Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Guðmunda tekur sæti í stjórn

Nýlega gekk til liðs við sjóðinn ný stjórnarkona Guðmunda Ólafsdóttir, sem tilnefnd er af VR. Hún tekur við af Sunnu Jóhannsdóttur. Guðmunda starfar sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. 

A83A8826 A A83A8826 A

Guðmunda hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness síðan árið 2020 og hefur þar umsjón með íþróttahéraði auk þess að veita ráðgjöf og aðstoð til allra íþróttafélaga á Akranesi. Áður hefur Guðmunda meðal annars starfað sem fjármálastjóri iðnfyrirtækis, framkvæmdastjóri viðskipta-og fyrtækjaþjónustu, framkvæmdastjóri smásöluverslunar á Íslandi og rekstrarstjóri smásöluverslunar í Noregi.

Guðmunda hefur lokið MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Ég gaf kost á mér til stjórnarstarfa í þágu sjóðfélaga LV því ég tel víðtæka reynslu mína úr atvinnulífinu gefa mér gott veganesti við stjórnarborðið. Ég fagna því að takast á við nýjar áskoranir og vinna með góðu fólki að góðum árangri sjóðsins.

Við bjóðum Guðmunda velkomna og óskum henni allra heilla í störfum sínum fyrir sjóðinn. Þökkum Sunnu jafnframt fyrir farsælt starf í þágu sjóðfélaga.