Almennri heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðarlán lokið í bili
Almennri heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðarlán lokið í bili
Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Heimildin mun gilda afturvirkt til upphafs árs 2026.
09. jan. 2026
Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár.
Í október síðastliðnum tilkynnti ríkisstjórnin að festa ætti úrræðið í sessi svo allir gætu nýtt sér heimildina í tíu ár og stuðla þannig að auknum fyrirsjáanleika.
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á næstu mánuðum og að heimildin gildi afturvirkt frá upphafi árs 2026.
Engin áhrif eru á heimild til ráðstöfunar vegna fyrstu kaupa
Þessi breyting hefur ekki áhrif á þá sem eru í fyrsta fasteignar úrræðinu.