Ævileið I
Hentar vel fyrir sjóðfélaga undir 55 ára aldri sem stefna að góðri langtímaávöxtun með skilvirkri dreifingu eigna.
Gengisþróun séreignarsjóðs
Árleg nafnávöxtun
Nafnávöxtun tímabila
m.v. gengi 31.12.2024
Frá áramótum
12,4%
3 ára meðaltal
3,3%
5 ára meðaltal
8,4%
Samsetning eignasafns
30.09.2024
Stærstu eignir
30.09.2024
- Heiti Vægi
- Vanguard Global Stock 6,6%
- Vanguard ESG Developed World 5,4%
- State Street World Index Equity 4,5%
- Marel hf 4,3%
- iShares Developed World Index Fund 4,1%
- iShares Developed World ESG SIF 3,7%
- Vanguard Global Bond Index Fund 2,8%
- Endurlán ríkissjóðs (RIKB 35 0917) 2,6%
- Seðlabanki Íslands (RIKS 33 0321) 2,5%
- Íslandsbanki hf. 2,3%
- Orkuveita Reykjavíkur (OR180255 GB) 2,3%
- Arion banki hf. 2,2%
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS150434) 2,0%
- Síldarvinnslan hf 1,9%
- Landsbankinn hf. (LBANK CBI 28) 1,9%
- Hlutfall af heild 49,1%
Fyrir hverja
Ævileið I hentar vel þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað sinn til lengri tíma og er hugsuð fyrir sjóðfélaga yngri en 55 ára. Getur líka hentað eldri sem eru tilbúin til að taka meiri áhættu. Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Ævileið I af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er á að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Markmið Ævileiðar I er að skila góðri langtímaávöxtun með skilvirkri eignadreifingu.
Almennt séð er gengið út frá því að hlutabréf gefi hærri ávöxtun til lengri tíma en skuldabréf. Hinsvegar eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun hlutabréfa og því er áhættan meiri.
Ævileið I
Ævileið II
Ævileið III
Meiri áhætta
Lengri fjárfestingartími
Yngri sjóðfélagi
Minni áhætta
Styttri fjárfestingartími
Eldri sjóðfélagi
Ævilína: Sjálfvirk færsla eftir aldri
Þú getur valið sjálfvirka tilfærslu á milli Ævileiða eftir aldri og færist eignin við eftirfarandi aldursmörk:
- Ævileið I: yngri en 55 ára
- Ævileið II: 55 ára og eldri
- Ævileið III: Frá úttekt
Fjárfestingarstefna
Fjárfestingarstefna Ævileiðar I gefur heimild til að fjárfesta m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Stefnt er að því að um helmingur eigna sé í hlutabréfum og um helmingur í skuldabréfum. Heimilt er að fjárfesta bæði í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum fjárfestingarleiðarinnar.
- Ævileið I stefnir að því að 30% eigna séu í erlendri mynt og 70% í íslenskum krónum.
- Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 8 ár hjá Ævileið I.
Helstu upplýsingar úr rekstri við lok árs 2023
1. júlí 2017
Stofndagur
4.566
Stærð í milljónum króna
0,2%
Rekstrarkostnaður
0,09%
Viðskiptakostnaður
Um samþættingu áhættu tengdri sjálfbærni við fjárfestingarákvarðanir
Lífeyrissjóðurinn vinnur að mótun og innleiðingu stefnu um ábyrgar fjárfestingar og aðra þætti sem varða mat á sjálfbærniáhættu og samþættingu mats sjálfbærniþáttum við fjárfestingarákvarðanir.