Mikilvæg atriði til að hafa í huga
Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að greiða í lífeyrissjóð eins og aðrir, þeir greiða bæði framlag launagreiðanda og launþega í lífeyrissjóð auk 0,10% framlags í endurhæfingarsjóð.
Ekki gefa upp of lág laun
Það er vissulega umtalsvert að greiða bæði hlut launagreiðanda og launþega en hafðu í huga að réttindin sem þú ávinnur þér í ævilöngum lífeyri og áfallalífeyri er byggður á þeim iðgjöldum sem þú greiðir. Lægri laun þýða lægri iðgjöld og lægri ævilangur lífeyrir og áfallalífeyrir ef áföll dynja á.
Greiddu iðgjöldin mánaðarlega
Greiddu á réttum tíma til að spara þér dráttarvexti en ekki síst vegna þess að annars áttu á hættu að missa réttindi til áfallalífeyris. Ef þú greiðir reglulega og lendir í alvarlegu slysi eða sjúkdómi og missir starfsorkuna, þá er bætt við réttindi þín eins og þú hefðir haldið áfram að greiða í sjóðinn til 65 ára aldurs. Þetta kallast framreikningur og er afar dýrmæt tryggingavernd.
Forðastu vanskil
Ekki er tekið tillit til ógreiddra iðgjalda vegna áfallalífeyris ef eitthvað hendir þig.
Séreignarsparnaður
Séreignarsparnaður kemur sér mjög vel við starfslok, en nýtist einnig til að greiða inn á lán eða við fyrstu íbúðarkaup
Nánar
Lífeyrir
LV tryggir þér ævilangan lífeyri svo lengi sem þú lifir og vernd ef áföll verða. Greiðslur eru verðtryggðar og því varðar fyrir hagsveiflum.
Nánar
Gagnlegar upplýsingar
Ef þú sérð um greiðslu iðgjalda til okkar eru hér ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Nánar
Nýttu þér séreignarsparnað
Ekki hika við að nýta þér séreignarsparnað. Kostir þessa sparnaðarforms eru margir og rík ástæða til að nýta sér þá hagkvæmu sparnaðarleið:
- Þú eignast 2% mótframlag, skattfrjálst.
- Hægt er að ráðstafa sparnaði inn á fasteignalán, skattfrjálst.
- Séreignarsparnaður er þín eign sem erfist samkvæmt erfðalögum.
- Umtalsvert skattahagræði þar sem þú greiðir ekki skatt af upphæðinni sem þú leggur fyrir fyrr en við úttekt.
- Mikill sveigjanleiki því þú getur tekið út í heild eða hluta frá 60 ára aldri.
- Séreign er ekki aðfararhæf.
- Áhrif á útborguð laun eru lítil en mikil á sparnað.
Meiri séreign
Samkvæmt lögum um tekjuskatt getur launagreiðandi greitt allt að tveimur milljónum króna aukalega á ári í séreign fyrir launþega umfram 12% iðgjald.
Fyrir sjálfstæðan atvinnurekenda sem hefur lítinn séreignarsparnað getur verið góður kostur að auka sparnað sinn í séreign. Mögulegur ávinningur gæti verið meðal annars;
- lægra skattþrep launþegans
- lægri launatengd gjöld launagreiðanda
- frestun skattgreiðslna launþega
- eign myndast sem er ekki aðfararhæf
- sveigjanleg úttekt séreignar frá 60 ára aldri.