Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Við leitum að sérfræðingi í séreignarsparnaði inn í öflugt teymi sérfræðinga á lífeyrissviði sjóðsins. 

Sérfræðingur í séreignarsparnaði 

Lífeyrissjóður verslunarmanna óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum starfsmanni til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga á lífeyrissviði sjóðsins. Innan lífeyrissviðs er séreignardeild sem hefur sérfræðiþekkingu á séreignarsparnaði og þeim ávöxtunarleiðum sem sjóðurinn býður sjóðfélögum að fjárfesta í .

Sérfræðingur í séreignarsparnaði

Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á lífeyrismálum og séreignarsparnaði sem vill taka þátt í uppbyggingu og þróun þjónustu við sjóðfélaga, er töluglöggur og hefur góða færni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni séreignardeildar eru að veita faglega þjónustu og upplýsingagjöf við sjóðfélaga varðandi séreignar- og lífeyrismál almennt.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla af fjármálamarkaði er kostur
  • Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu
  • Hæfni til  að vinna sjálfstætt og  í teymi
  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Reynsla af Salesforce CRM er kostur.

Um sjóðinn 

LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í marvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns  sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 40 milljarða í lífeyri til ríflega 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.458 milljörðum króna í árslok 2024.  

Hjá sjóðnum starfar 66 manna samhent liðsheild þar sem lögð er áhersla á að hver og einn nái að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.   

LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á heilbrigt og öruggt starfsumhverfi, jafnræði í stjórnunarstörfum,  tækifæra til starfsþróunar og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV er jafnlaunavottað,  hefur sett sér stefnu um sjálfbærni í rekstri sjóðsins og vinnur markvisst að því að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að blómstra.  

Viltu sækja um?

Sótt er um starfið á alfred.is

Nánari upplýsingar veitir Þór Egilsson á thor.egilsson@live.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10.október nk. 

85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60 85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60

Greinar og pistlar

Ég vissi ekki hvað áfallaverndin var öflug – fyrr en ég þurfti á henni að halda

Sigrún Hildur Guðmundsdóttir er 54 ára deildarstjóri ráðgjafarteymis sjóðsins. Hún kom til sjóðsins 2016 og var áður yfirmaður þjónustudeilda bæði hjá SPRON og MP banka samtals í 14 ár. Í teyminu eru fjórar af fimm alvanar bankakonur sem veita sjóðfélögum upplýsingar og ráðgjöf um lífeyri og lán.  

Lesa nánar
Billi2 Billi2

Greinar og pistlar

Brynjólfur fór af sjónum í lífeyrismálin

Brynjólfur Hjörleifsson er 41 árs sérfræðingur í lífeyrisdeild LV. Hann hefur verið þrjú ár hjá sjóðnum og starfaði áður hjá TR í fjögur ár. Billi var á sjó samhliða háskólanámi og að námi loknu. Billi segir okkur frá eigin reynslu af mikilvægi lífeyrisréttinda og frá vinnunni hjá sjóðnum.   

Lesa nánar
Image00007 Image00007

Greinar og pistlar

Maður þarf að vera virkilega á tánum

Harpa Rut Sigurjónsdóttir er sjóðstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og leiðir sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins. Hún er hagfræðingur og með MSc í fjármálahagfræði, sem hefur starfað hjá sjóðnum í um 2 ár en vann áður hjá Arion banka og Stefni.

Lesa nánar
Breki Laufey Birnir Kassi2 Breki Laufey Birnir Kassi2

Greinar og pistlar

Fyrst og fremst, vertu með séreignarsparnað

Breki Valsson hóf störf 2022 í iðgjaldaskráningu og innheimtu í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði frá HR. Breki er meðal fyrirliða í innleiðingu Salesforce viðskiptastjórnunarkerfisins innan sjóðsins en hann er líka nýbakaður faðir. Við fáum að heyra hans sýn á lífeyrismálin og vinnustaðinn.

Lesa nánar
Received 974809807159251 Received 974809807159251

Greinar og pistlar

Ég er meira svona hamingjuhlaupari

Hildur Ósk Brynjarsdóttir er 43 ára sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún starfaði áður í Arion verðbréfavörslu og SPRON en hefur unnið hjá LV í um 13 ár. Hildur lauk námi í hagfræði og meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál.

Lesa nánar