Laus störf
Við leitum að sérfræðingi í séreignarsparnaði inn í öflugt teymi sérfræðinga á lífeyrissviði sjóðsins.
Sérfræðingur í séreignarsparnaði
Lífeyrissjóður verslunarmanna óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum starfsmanni til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga á lífeyrissviði sjóðsins. Innan lífeyrissviðs er séreignardeild sem hefur sérfræðiþekkingu á séreignarsparnaði og þeim ávöxtunarleiðum sem sjóðurinn býður sjóðfélögum að fjárfesta í .
Sérfræðingur í séreignarsparnaði
Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á lífeyrismálum og séreignarsparnaði sem vill taka þátt í uppbyggingu og þróun þjónustu við sjóðfélaga, er töluglöggur og hefur góða færni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni séreignardeildar eru að veita faglega þjónustu og upplýsingagjöf við sjóðfélaga varðandi séreignar- og lífeyrismál almennt.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla af fjármálamarkaði er kostur
- Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
- Reynsla af Salesforce CRM er kostur.
Um sjóðinn
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í marvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 40 milljarða í lífeyri til ríflega 27 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.458 milljörðum króna í árslok 2024.
Hjá sjóðnum starfar 66 manna samhent liðsheild þar sem lögð er áhersla á að hver og einn nái að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á heilbrigt og öruggt starfsumhverfi, jafnræði í stjórnunarstörfum, tækifæra til starfsþróunar og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV er jafnlaunavottað, hefur sett sér stefnu um sjálfbærni í rekstri sjóðsins og vinnur markvisst að því að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að blómstra.
Viltu sækja um?
Sótt er um starfið á alfred.is
Nánari upplýsingar veitir Þór Egilsson á thor.egilsson@live.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10.október nk.