Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Við bjóðum tvö störf laus til umsóknar. Kannaðu hvort þú sért kandídat í starf ráðgjafa í lífeyris- og lánamálum eða sérfræðings á fjármálasviði. 

Ráðgjafi 

Við leitum að öflugum og traustum einstaklingi með jákvætt viðmót, góða samskiptahæfni og brennandi áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum þér að ganga til liðs við samheldinn og faglegan hóp starfsmanna sem hefur það að markmiði að veita sjóðfélögum trausta og hlýja ráðgjöf á öllum stigum lífsins.

Sem ráðgjafi verður þú mikilvægur tengiliður við sjóðfélaga — bæði þá sem þegar njóta lífeyrisréttinda, lánaréttinda, iðgjaldagreiðendur  og þá sem eru virkir sjóðfélagar .

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veita faglega ráðgjöf og upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld, innheimtu og lánamál.
  • Ráðgjöf í síma, með rafrænum hætti og í móttöku á skrifstofu.
  • Tryggja að öll samskipti séu byggð á virðingu, trausti og góðri þjónustu.
  • Styðja við innri þjónustu sjóðsins með góðum samskiptum, samvinnu og skipulagi. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  •  Stúdentspróf, önnur menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í ráðgjafar- og þjónustustarfi.
  • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur.
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni til að byggja upp jákvæð tengsl.
  • Góð samskiptahæfni, samkennd og tillitssemi í öllum aðstæðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
  • Geta til að vinna vel í hóp og veita verkefnum góða samvinnu með lausnamiðaðri nálgun.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi.
  • Góð íslensku kunnátta, bæði í tali og riti.
  • Góð ensku kunnátta, bæði í tali og riti
  • Önnur tungumálakunnátta er kostur.

Við leitum að þér sem:

  • Hefur áhuga á að styðja sjóðfélaga með upplýstri og faglegri ráðgjöf og hlýju viðmóti.
  • Nýtur þess að leysa úr málum á faglegan og mannlegan hátt.
  • Leggur metnað í að veita góða þjónustu og sér tækifæri í hverjum samskiptum til að skapa jákvæða upplifun fyrir sjóðfélaga.

Umsókn

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar og lýsing á þeirri hæfni sem gerir þig vel hæfan(n) til að sinna starfi ráðgjafa hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 

Nánari upplýsingar veitir Inga hjá Hagvangi. 

Sérfræðingur á fjármálasviði

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á miðvinnslu til þess að starfa á fjarmálasviði fyrirtækisins. 

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á fjármálum, bankasamskiptum og bakvinnslu, og jafnframt gott með að tileinka sér nýjungar og býr yfir umbótahugsun.

Helstu verkefni:

  • Dagleg skráning og frágangur verðbréfaviðskipta.
  • Samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila sjóðsins.
  • Greiningar og skýrslugerðir.
  • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
  • Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldgóð starfsreynsla af bakvinnslustörfum á fjármálamarkaði
  • Reynsla af reikningshaldi og skýrslugerð
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta, þ.m.t. reynsla af vinnu með Excel.
  • Þekking á BC/ NAV er kostur.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Tölugleggni, nákvæmni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.

Umsókn

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar og lýsing á þeirri hæfni sem gerir þig vel hæfan(n) til að sinna starfi ráðgjafa hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 

Nánari upplýsingar veitir Inga hjá Hagvangi eða Garðar hjá VinnVinn. 

 

85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60 85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60

Greinar og pistlar

Ég vissi ekki hvað áfallaverndin var öflug – fyrr en ég þurfti á henni að halda

Sigrún Hildur Guðmundsdóttir er 54 ára deildarstjóri ráðgjafarteymis sjóðsins. Hún kom til sjóðsins 2016 og var áður yfirmaður þjónustudeilda bæði hjá SPRON og MP banka samtals í 14 ár. Í teyminu eru fjórar af fimm alvanar bankakonur sem veita sjóðfélögum upplýsingar og ráðgjöf um lífeyri og lán.  

Lesa nánar
Billi2 Billi2

Greinar og pistlar

Brynjólfur fór af sjónum í lífeyrismálin

Brynjólfur Hjörleifsson er 41 árs sérfræðingur í lífeyrisdeild LV. Hann hefur verið þrjú ár hjá sjóðnum og starfaði áður hjá TR í fjögur ár. Billi var á sjó samhliða háskólanámi og að námi loknu. Billi segir okkur frá eigin reynslu af mikilvægi lífeyrisréttinda og frá vinnunni hjá sjóðnum.   

Lesa nánar
Image00007 Image00007

Greinar og pistlar

Maður þarf að vera virkilega á tánum

Harpa Rut Sigurjónsdóttir er sjóðstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og leiðir sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins. Hún er hagfræðingur og með MSc í fjármálahagfræði, sem hefur starfað hjá sjóðnum í um 2 ár en vann áður hjá Arion banka og Stefni.

Lesa nánar
Breki Laufey Birnir Kassi2 Breki Laufey Birnir Kassi2

Greinar og pistlar

Fyrst og fremst, vertu með séreignarsparnað

Breki Valsson hóf störf 2022 í iðgjaldaskráningu og innheimtu í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði frá HR. Breki er meðal fyrirliða í innleiðingu Salesforce viðskiptastjórnunarkerfisins innan sjóðsins en hann er líka nýbakaður faðir. Við fáum að heyra hans sýn á lífeyrismálin og vinnustaðinn.

Lesa nánar
Received 974809807159251 Received 974809807159251

Greinar og pistlar

Ég er meira svona hamingjuhlaupari

Hildur Ósk Brynjarsdóttir er 43 ára sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún starfaði áður í Arion verðbréfavörslu og SPRON en hefur unnið hjá LV í um 13 ár. Hildur lauk námi í hagfræði og meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál.

Lesa nánar