Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum í sumarstörf á nokkrum sviðum sjóðsins. Störfin henta mjög vel fyrir einstaklinga í háskólanámi.
Við leitum af einstaklingum með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund til að sinna ýmsum sumarstörfum hjá einum stærsta lífeyrissjóði landsins. Ef þú hefur áhuga á að vinna meðal sérfræðinga á sviði fjármála í umhverfi þar sem lögð er áhersla á liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína, tileinka sér nýja þekkingu og læra ný vinnubrögð þá er Lífeyrissjóður verzlunarmanna fyrir þig.
Hjá LV starfar 66 manna samhent liðsheild. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti, ábyrgð og umhyggju.
- Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst.
- Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn með tölvupósti til starf@live.is
- Æskilegt er að umsóknir berist fyrir 15. mars
Helstu deildir:
- Ráðgjöf og þjónusta
- Fjármálasvið
- Skráning iðgjalda
- Lánadeild
- Upplýsingatæknisvið