Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Við leitum að öflugum stjórnanda í starf forstöðumanns upplýsingatæknisviðs. 

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs

Við leitum af öflugum stjórnanda til að leiða teymi hugbúnaðarsérfræðinga á upplýsingatæknisviði. Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs heyrir undir framkvæmdastjóra sjóðsins og situr í framkvæmdastjórn sjóðsins. Viðkomandi mun leiða stefnumótun upplýsingatækni, vinna að þróun hugmynda og skipulag verkefna ásamt því að leggja áherslu á gæði, tæknilega framþróun og afhendingu lausna. 

Forstöðumaður hefur góða yfirsýn yfir kerfi og viðskiptaferla sem falla undir ábyrgðarsvið í samræmi við upplýsingatæknistefnu sjóðsins. Starfið felur í sér stefnumótun, þróun hugmynda og skipulag verkefna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.

Á upplýsingatæknisviði starfa 11 hugbúnaðarsérfræðingar sem þróa og viðhalda hugbúnaði sjóðsins. Umfangsmikil kerfi er þróuð af starfsfólki sviðsins sem meðal annars styðja við grunnstarfsemi sjóðsins og halda utan um réttindi sjóðfélaga og  eignir sjóðsins.

Helstu verkefni:

  • Mótun og innleiðing stefnu og markmiða í upplýsingatækni.
  • Forysta og stjórnun.
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna, eftirfylgni og árangursmat.
  • Skipulag og þróun mannauðs.
  • Fylgni við verklagsreglur, stefnumið,  gæðakröfur og kröfur sem gerðar eru til eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði.
  • Viðskiptahugsun í takt við markaði og tækifæri.
  • Samskipti við ytri eftirlitsaðila. 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af forystu og stjórn verkefna.
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Geta til að móta stefnu og koma hugmyndum í framkvæmd.
  • Framsýni, frumkvæði og nýsköpunarhæfni.
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig reynslu af kynningu og miðlun upplýsinga, túlkun gagna og greiningu, auk hæfni til að vinna undir álagi.

Viltu sækja um?

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Nánari upplýsingar veita Garðar Ó. Ágústsson, (
gardar@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir, (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.

Umsóknarfrestur er til og með 20.október nk. 

Image00007 Image00007

Greinar og pistlar

Maður þarf að vera virkilega á tánum

Harpa Rut Sigurjónsdóttir er sjóðstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og leiðir sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins. Hún er hagfræðingur og með MSc í fjármálahagfræði, sem hefur starfað hjá sjóðnum í um 2 ár en vann áður hjá Arion banka og Stefni.

Lesa nánar
Breki Laufey Birnir Kassi2 Breki Laufey Birnir Kassi2

Greinar og pistlar

Fyrst og fremst, vertu með séreignarsparnað

Breki Valsson hóf störf 2022 í iðgjaldaskráningu og innheimtu í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði frá HR. Breki er meðal fyrirliða í innleiðingu Salesforce viðskiptastjórnunarkerfisins innan sjóðsins en hann er líka nýbakaður faðir. Við fáum að heyra hans sýn á lífeyrismálin og vinnustaðinn.

Lesa nánar
Received 974809807159251 Received 974809807159251

Greinar og pistlar

Ég er meira svona hamingjuhlaupari

Hildur Ósk Brynjarsdóttir er 43 ára sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún starfaði áður í Arion verðbréfavörslu og SPRON en hefur unnið hjá LV í um 13 ár. Hildur lauk námi í hagfræði og meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál.

Lesa nánar