Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Við erum að leita að háskólanemum í sumarstörf á ýmsum sviðum, sérfræðingi á fjármálasvið og lögfræðing á lögfræðisvið í framtíðarstörf. 

Laus störf

Sumarstörf á ýmsum sviðum

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum í sumarstörf á nokkrum sviðum sjóðsins. Störfin henta mjög vel fyrir einstaklinga í háskólanámi.

Við leitum af einstaklingum með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund til að sinna ýmsum sumarstörfum hjá einum stærsta lífeyrissjóði landsins. Ef þú hefur áhuga á að vinna meðal sérfræðinga á sviði fjármála í umhverfi þar sem lögð er áhersla á liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína, tileinka sér nýja þekkingu og læra ný vinnubrögð þá er Lífeyrissjóður verzlunarmanna fyrir þig.

Hjá LV starfar 66 manna samhent liðsheild.  Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti, ábyrgð og umhyggju. 

  • Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst.
  • Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn með tölvupósti til starf@live.is
  • Æskilegt er að umsóknir berist fyrir 15. mars 

Helstu deildir: 

  • Ráðgjöf og þjónusta
  • Fjármálasvið
  • Skráning iðgjalda
  • Lánadeild
  • Upplýsingatæknisvið 

Lögfræðingur

Við leitum að traustum samstarfsaðila til starfa á lögfræðisviði sjóðsins við úrlausn fjölbreyttra verkefna m.a. tengdum samningum, innri reglum, stjórnarháttum og lögfræðilegri ráðgjöf. Hlutverkið styður við góðan rekstur, vandaða málsmeðferð og trausta starfsemi sjóðsins.

Helstu verkefni

  • Lögfræðileg ráðgjöf til innri viðskiptavina sjóðsins
  • Greiningar- og undirbúningsvinna tengd viðfangsefnum lögfræðisviðs
  • Þjónusta við samningsgerð sjóðsins
  • Gerð minnisblaða, álitsgerða og fundargerða
  • Þátttaka í mótun og viðhaldi innri reglna og verkferla
  • Ýmis tengd þjónusta við önnur svið sjóðsins

Við leitum sérstaklega að einstaklingi sem

  • Skrifar skýran hnitmiðaðan og vel rökstuddan texta
  • Vinnur af nákvæmni og fylgir verklagi og gæðakröfum
  • Er traustur og lipur starfsfélagi
  • Sýnir heilindi, trúnað og fagmennsku
  • Er tilbúinn í að sinna fjölbreyttum verkefnum sem geta tekið breytingum í takt við þarfir sjóðsins hverju sinni

Æskilegt

  • Góð tækni- og kerfishæfni sem varða störf lögfræðisviðs
  • Góð færni í gagnaleit, greiningu og áhugi á að fylgjast með regluverki og þróun

Menntun reynsla og hæfni

  • Meistarapróf/ embættispróf í lögfræði
  • Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla
  • Haldgóð reynsla sem styður við helstu verkefni
  • Bein reynsla af störfum hjá lífeyrissjóðum eða fjármálafyrirtækjum er ekki skilyrði. Hins vegar er haldbær þekking og reynsla af viðfangsefnum sem varða starfsemi sjóðsins mikilvæg, til að mynda almannatryggingar, lífeyrislöggjöf, félagaréttur, verðbréfaréttur, samninga- og kröfuréttur, neytendaréttur eða stjórnsýsluréttur.

Nánari upplýsingar og umsóknir

Sótt er um á vef Hagvangs fyrir 4.febrúar. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem hjá Hagvangi – sverrir@hagvangur.is

Sérfræðingur á fjármálasviði

Sérfræðingur á fjármálasviði

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á miðvinnslu til þess að starfa á fjarmálasviði fyrirtækisins. 

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á fjármálum, bankasamskiptum og bakvinnslu, og jafnframt gott með að tileinka sér nýjungar og umbótahugsun.

Helstu verkefni:  

  • Dagleg skráning og frágangur verðbréfaviðskipta.
  • Samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila sjóðsins.
  • Utanumhald eignasafna í samstarfi við eignastýringu.
  • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
  • Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum.
  • Staðgengill fjármálastjóra.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldgóð starfsreynsla af miðvinnslu á fjármálamarkaði
  • Reynsla af reikningshaldi og skýrslugerð
  • Við leitum að tæknilega sterkum einstaklingi
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Tölugleggni, nákvæmni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni þína til að gegna starfinu.

Nánari upplýsingar veita Garðar Ó. Ágústsson, (gardar@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir, (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.

85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60 85D23c8e F7b9 464A 9Abb 00120666Eb60

Greinar og pistlar

Ég vissi ekki hvað áfallaverndin var öflug – fyrr en ég þurfti á henni að halda

Sigrún Hildur Guðmundsdóttir er 54 ára deildarstjóri ráðgjafarteymis sjóðsins. Hún kom til sjóðsins 2016 og var áður yfirmaður þjónustudeilda bæði hjá SPRON og MP banka samtals í 14 ár. Í teyminu eru fjórar af fimm alvanar bankakonur sem veita sjóðfélögum upplýsingar og ráðgjöf um lífeyri og lán.  

Lesa nánar
Billi2 Billi2

Greinar og pistlar

Brynjólfur fór af sjónum í lífeyrismálin

Brynjólfur Hjörleifsson er 41 árs sérfræðingur í lífeyrisdeild LV. Hann hefur verið þrjú ár hjá sjóðnum og starfaði áður hjá TR í fjögur ár. Billi var á sjó samhliða háskólanámi og að námi loknu. Billi segir okkur frá eigin reynslu af mikilvægi lífeyrisréttinda og frá vinnunni hjá sjóðnum.   

Lesa nánar
Image00007 Image00007

Greinar og pistlar

Maður þarf að vera virkilega á tánum

Harpa Rut Sigurjónsdóttir er sjóðstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og leiðir sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins. Hún er hagfræðingur og með MSc í fjármálahagfræði, sem hefur starfað hjá sjóðnum í um 2 ár en vann áður hjá Arion banka og Stefni.

Lesa nánar
Breki Laufey Birnir Kassi2 Breki Laufey Birnir Kassi2

Greinar og pistlar

Fyrst og fremst, vertu með séreignarsparnað

Breki Valsson hóf störf 2022 í iðgjaldaskráningu og innheimtu í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði frá HR. Breki er meðal fyrirliða í innleiðingu Salesforce viðskiptastjórnunarkerfisins innan sjóðsins en hann er líka nýbakaður faðir. Við fáum að heyra hans sýn á lífeyrismálin og vinnustaðinn.

Lesa nánar
Received 974809807159251 Received 974809807159251

Greinar og pistlar

Ég er meira svona hamingjuhlaupari

Hildur Ósk Brynjarsdóttir er 43 ára sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún starfaði áður í Arion verðbréfavörslu og SPRON en hefur unnið hjá LV í um 13 ár. Hildur lauk námi í hagfræði og meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál.

Lesa nánar