16.1. Umsókn um lífeyri skal vera á því formi sem lífeyrissjóðurinn ákveður.
16.2. Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á.
16.3. Lífeyrir skal greiddur fyrir þann mánuð, sem réttur til hans stofnast, og fyrir þann mánuð, sem réttur til hans fellur úr gildi.
16.4. Örorku- og makalífeyri skal ekki greiða lengur aftur í tímann en tvö ár frá því að umsókn barst sjóðnum. Greiðslur samkvæmt þessu ákvæði skulu vera á verðlagi hvers tíma. Vextir greiðast ekki á lífeyrisgreiðslur. Ellilífeyrir er greiddur eftir að umsókn berst til sjóðsins og greiðist ekki aftur í tímann. Hafi ekki borist umsókn um ellilífeyri við 70 ára aldur sjóðfélaga skal senda bréf til sjóðfélaga með upplýsingum um lífeyrisrétt.
16.5. Lífeyrir greiðist lífeyrisþeganum (sbr. þó gr. 15.5.) eða þeim, sem hann veitir til þess skriflegt umboð.
16.6. Lífeyrisgreiðslur, sem ekki er vitjað innan fjögurra ára, renna til sjóðsins.
16.7. Nú nær lífeyrisgreiðsla ekki fjárhæð, er svarar til a.m.k 5.576 kr. á mánuði og er þá heimilt að inna greiðsluna af hendi í einu lagi. Fjárhæðin breytist mánaðarlega í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar miðað við 513,0 stig í janúar 2022.