Nýtt yfirlit er komið á Mínar síður
Nú heyra prentuð yfirlit sögunni til og yfirlit sjóðsins eru eingöngu rafræn. Nýtt yfirlit bíður nú sjóðfélaga á Mínum síðum.
13. nóv. 2023
Nú heyra prentuð yfirlit sögunni til og yfirlit sjóðsins eru eingöngu rafræn. Nýtt yfirlit bíður nú sjóðfélaga á Mínum síðum.
13. nóv. 2023
Yfirlit yfir greiðslur og stöðu áunninna réttinda eru send tvisvar á ári og tilkynning send á netföng þeirra sem hafa skráð netfang sitt á Mínum síðum. Því er mikilvægt að netfang og símanúmer séu ávallt uppfærð.
Í könnun meðal sjóðfélaga komu fram þau ánægjulegu tíðindi að 4 af hverjum 5 sjóðfélögum skoðar yfirlitin alltaf eða oftast. 73% sögðust skilja yfirlitin vel en nokkrar ábendingar voru um að veita ítarlegri skýringar um þá liði sem koma fram á yfirlitinu.
Við fögnum þessum ábendingum og höfum útbúið sérstaka spurt og svarað síðu um efni yfirlitanna sem við vonum að auki enn aðgengi að gagnlegum upplýsingum fyrir sjóðfélaga.
Við hvetjum einnig sjóðfélaga til að hafa samband við ráðgjafa ef þeir hafa spurningar.