Tilkynning um könnunarviðræður – mögulegur samruni
Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna.
27. jan. 2026
Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna.
27. jan. 2026
Lífeyrissjóðirnir eiga að baki langa og farsæla rekstrarsögu sem hefur skilað sjóðfélögum þeirra traustum ávinningi og stuðlað að fjárhagslegu öryggi við starfslok.
Í viðræðunum verður kannað hvort grundvöllur sé fyrir því að hefja formlegar viðræður um sameiningu sjóðanna. Í því felst að meta hvort sameining sé til þess fallin að efla starfsemi þeirra enn frekar, meðal annars með auknu rekstrarhagræði, sterkari innviðum og bættri þjónustu við sjóðfélaga. Þannig að sameinaður sjóður yrði enn betur í stakk búinn til að vera traustur og öflugur bakhjarl sjóðfélaga til lengri tíma litið.
27. janúar 2026
Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna