Pétur Sigurðsson ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Pétur leiðir teymi 11 hugbúnaðarsérfræðinga sem þróa og viðhalda hugbúnaði sjóðsins.
26. jan. 2026
Pétur leiðir teymi 11 hugbúnaðarsérfræðinga sem þróa og viðhalda hugbúnaði sjóðsins.
26. jan. 2026
Á árunum 2008 – 2016 starfaði Pétur hjá Íslandsbanka m.a. sem hugbúnaðarsérfræðingur, vörustjóri netbanka og deildarstjóri Digital Channel Solutions. Frá árinu 2016 hefur hann starfað í eigin rekstri og sinnt margvíslegum stafrænum verkefnum og ráðgjöf, m.a. fyrir Valitor, Samgöngustofu og Stafrænt Ísland, Bláa Lónið ofl.
Ég er afar ánægður að hafa gengið til liðs við LV á þessum tímapunkti. LV er stærsti opni lífeyrissjóður landsins, verkefnin krefjandi og því afar spenntur fyrir framhaldinu. Ég hlakka til að vinna með reynslumiklum sérfræðingum LV á öllum sviðum að áframhaldandi uppbyggingu og mikilvægum verkefnum til framtíðar fyrir sjóðsfélaga okkar,
Fráfarandi forstöðumaður UT sviðs Haraldur Arason verður áfram hjá sjóðnum en hann fagnar á næstunni 40 ára starfsafmæli hjá sjóðnum.
Pétur kemur inn með dýrmæta reynslu inn í okkar öfluga teymi til að styrkja innviði, öryggi og áreiðanleika kerfa okkar. Reynsla hans mun jafnframt nýtast til að einfalda ferla, bæta þjónustu og aðgengi fyrir sjóðfélaga. Framundan eru metnaðarfull verkefni og við ætlum okkur að vera í fremstu röð stafrænnar þróunar sem skilar árangri í þágu sjóðfélaga,