Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ég held að 60-65 ára væri draumurinn

Hanna María Jóhannsdóttir er ein af 186 þúsund sjóðfélögum okkar. Hún er 31 árs ráðgjafi og forritari hjá LS Retail. Hanna var í sumarstarfi hjá fyrirtækinu áður en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Coastal Carolina University sem er staðsettur í South Carolina og hefur starfað þar síðan eða í rúm 8 ár. Hanna hefur þó sinnt öðru stóru verkefni undanfarna mánuði því hún er í fæðingarorlofi með öðru barni sínu. 

Hanna Maria Johannsdottir Hanna Maria Johannsdottir

Við hvað fæst þú í vinnunni hjá LS Retail?

Ég vinn sem ráðgjafi og forritari hjá LS Retail. LS Retail er hugbúnaðar fyrirtæki sem þróar m.a. kassa og posakerfi fyrir mismunandi geira eins og verslanir, veitingastaði, hótel og fleira. 
Ég vinn mikið með viðskiptavinum sem eru að innleiða kerfin okkar og hjálpa þeim að aðlaga kerfið að sínum þörfum. 

Manstu hvenær þú varst sjóðfélagi hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna?

Ég er eiginlega alveg viss um að það var í sumarvinnunni hjá Nóa Síríus eftir 9. bekk. Þau voru mjög pottþétt á öllu og ég fór að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Hef sennilega greitt til sjóðsins síðan þá, sumarvinnuna og svo eftir að ég útskrifaðist.  

Ég æfði fótbolta á veturna svo aukavinna með skólanum komst aldrei að.  

445629138 1230407541675227 4458371430007933187 N 445629138 1230407541675227 4458371430007933187 N
445629138 1230407541675227 4458371430007933187 N 445629138 1230407541675227 4458371430007933187 N

Hanna æfði með meistaraflokki Fylkis frá 14 ára aldri og svo með Haukum á meðan hún var í námi í Bandaríkjunum.

Hefur þú kynnt þér lífeyrismál eitthvað að ráði? 

Nei, í rauninni hef ekki ég kynnt mér þetta mikið en ég hef til dæmis heyrt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sé stór sjóður sem skapi ákveðna stærðarhagkvæmni og skilar þá kannski enn meira til mín. Og hefur örugglega líka kosti upp á áhættudreifingu. 

Ég var mest að fylgjast með þessu þegar ég var að safna séreignarsparnaðinum til að kaupa fyrstu eignina. Nú heyri ég samt meira um ýmislegt tengt lífeyrismálum því foreldrar mínir eru byrjaðir að huga að því að fara á eftirlaun. 

434996447 17930860547833238 775323835299928374 N 434996447 17930860547833238 775323835299928374 N
434996447 17930860547833238 775323835299928374 N 434996447 17930860547833238 775323835299928374 N

Við útskriftina frá Coastal Carolina University sem er staðsettur í South Carolina

Er eitthvað sem þú hefðir viljað vita fyrr eða vilt deila með öðrum sem þú veist af í dag?

Ég man í sjálfu sér ekki eftir neinu sem ég hefði viljað vita fyrr en mér finnst ótrúlega gott að vita af því að geta fryst afborganir af húsnæðisláninu sem við erum með hjá ykkur á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Líður betur að vita af því ef á þyrfti að halda í þessu vaxtaumhverfi sem er núna. Maður vill ekki hafa svona hangandi yfir sér í fæðingarorlofinu.

Þó það sé eflaust mjög fjarlæg tilhugsun í dag þá væri gaman að heyra hvenær þú sérð fyrir þér að hætta að vinna eða fara á eftirlaun?

Mér finnst ótrúlega langt í það en ég held að milli 60-65 ára væri draumurinn. Það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. En ég væri mjög til í að minnka við mig fyrr. Mamma er 59 og byrjuð að minnka við sig. Það virkar óskaplega þægilegt!

Og hvað viltu gera í lífinu eftir vinnu? Er eitthvað sem þú myndir setja sérstaklega á dagskrá?

Ef maður hefur tíma og peninga og börnin uppkomin þá myndi ég vilja leggjast í ferðalög og rækta áhugamálin sem eru fyrst og fremst hreyfing og útivist. Ég hef mjög gaman af því að hlaupa og langar að komast miklu meira í fjallaferðir.

Svo langar mig mikið að verða góð í golfi. Ég er ákveðin í að leggja vel inn fyrir seinni helmingnum og vera aðeins komin í gang í golfinu. Búin að taka nokkur námskeið og finnst mjög gaman. 

441946222 1006944670776513 8959995200652586981 N 441946222 1006944670776513 8959995200652586981 N
441946222 1006944670776513 8959995200652586981 N 441946222 1006944670776513 8959995200652586981 N

Hanna sameinar áhugann á útvist og hreyfingu með fjallahlaupum

Ég get þakkað pabba að hafa komið mér af stað í golfið þegar ég var lítil því hann gaf mér barnakylfur og lét mig slá töppum í bílskúrinn. 

Smelltu til að kynnast fleirum