Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Hvað skiptir þig mestu máli?

Lífeyrissjóðurinn þinn getur skipt þig máli á margan hátt í lífinu. En hvað af því skiptir þig mestu máli? Sjáðu hvað þín týpa leggur áherslu á.

LIV Playable Herferd Vefur 1040X1150px@2X 0525 LIV Playable Herferd Vefur 1040X1150px@2X 0525

Stjórnandinn - þú lætur framtíðina rætast

Tíminn gefur góðum fjárfesti ofurkraft - lengri tími margfaldar ávöxtun.

Fyrir fólk eins og þig sem horfir fyrst og fremst á árangur til að ná markmiðum sínum er Lífeyrissjóður verzlunarmanna rétti kosturinn. Staðreyndin er sú að góð ávöxtun sjóðsins skilar sér í betri eftirlaunum því hver króna sem verður til í ávöxtun skilar sér beint til þeirra sem eiga eftirlaunin sín hjá okkur. 

Skoðum dæmi um aðeins 1% mun ávöxtunar á 1 milljón króna. Ávöxtun sjóðsins hefur árum saman verið umfram helstu samkeppnisaðila. Sá munur rennur allur til að hámarka réttindi sjóðfélaga. Gerðu samanburð.

Ár 5% ávöxtun 6% ávöxtun Munur
10 1.628.900 kr 1.790.800 kr 161.900 kr
20 2.653.300 kr 3.207.100 kr 553.800 kr

 

Við erum stærsti opni lífeyrissjóðurinn -  skiptir stærðin máli?

Já, stærðin skilar okkur hagkvæmni í rekstri og lægri fjárfestingarkostnaði sem þýðir meiri réttindi fyrir þig.  

Ávöxtun Séreignarsparnaður

Ævintýralljónið - Lífið er leikvöllur

85% lán til fyrstu kaupa

Til að geta nýtt þér tækifærin í lífinu þá er þér mikilvægt að eiga öruggt bakland sem getur komið til móts við mismunandi aðstæður. Þú vilt geta nýtt þér að fá lán til fyrstu íbúðarkaupin með allt að 85% láni án uppgreiðslugjalds. Ef þú eignast pening til að borga niður lánið geturðu alltaf gert það án þess að borga kostnað. Ef þú færð betri kjör annarsstaðar þá stoppum við þig ekki með aukakostnaði. 

 

 

Greiðsluhlé í fæðingarorlofi

Þegar fjölskyldan stækkar þarf að huga að mörgu, ekki síst fjármálunum. Ef þú ert með lán hjá okkur þá bjóðum við þér greiðsluhlé í 3-12 mánuði svo fjölskyldan geti notið fæðingaorlofsins betur.

Viltu heldur meiri séreign? Án þess að borga meira?

Þú getur valið að ráðstafa um fjórðungi af því sem greitt er fyrir þig í lífeyrissjóð í meiri séreign. Kostirnir eru að þú eykur möguleika þína á sveigjanlegum starfslokum, velur ávöxtunarleið og inneignin erfist ef þú fellur frá. Þá má nýta tilgreinda séreign við fyrstu kaup á íbúð.

Fyrstu kaup Hvað er tilgreind séreign?

Giggarinn

Giggarinn - Skapandi og sjálfstætt líf

Verðtryggðar greiðslur til þín alla ævi

Þú skapar eigin tækifæri og launin þín geta verið mismunandi eftir tímabilum. Þú ert samt með planið algjörlega á hreinu og hugsar hlutina til enda. Þú veist að eftirlaunin þín hjá okkur verða verðtryggð og verða greidd til æviloka sama hvaða aldri þú nærð. Þess vegna leggur þú áherslu á að borga mánaðarlega og reikna þér ekki of lág laun því það skilar lægri eftirlaunum.    

Öryggi fyrir þig og fjölskylduna ef þú missir heilsuna

Þeir sem eru með sjálfstæðan atvinnurekstur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu ef þeir missa heilsuna. Þá er gott að vita að þegar þú borgar í Lífeyrissjóð verzlunarmanna ertu að safna þér eftirlaunum og í leiðinni færðu nokkurs konar líf-, sjúkdóma- og slysatryggingu sem er afar dýrmæt. 

Ef þú missir heilsuna vegna veikinda eða slyss að lágmarki 50% starfsorkunnar þá áttu rétt á að sækja um örorkulífeyri. Þá reynir á hvaða launum hefur verið greitt af því örorkulífeyrir er háður því hvaða upphæð hefur verið greidd til sjóðsins. Þetta skiptir ungt fólk miklu máli - þegar oftar en ekki eru meiri skuldbindingar, ung börn á framfæri og langt eftir af starfsævinni. 

Öryggi fyrir maka og börn ef þú fellur frá

Ef þú fellur frá er alltaf réttur til makalífeyris en hann er mismikill eftir aðstæðum. En ef þú hefur borgað regulega í sjóðinn í þrjú ár þá fær maki 60% af því sem þú hafðir þegar safnað í eftirlaun og við bætist það sem þú hefðir greitt til 65 ára aldurs ef þú hefðir lifað.

Tímabilið sem er greitt getur verið mjög misjafnt. Upphæðin er greidd mánaðarlega til 23 ára aldurs yngsta barns þíns (mögulega 23 ár) eða að lágmarki fullur makalífeyrir í 3 ár og hálfur í 2 ár til viðbótar. 

Sjálfstæður barnalífeyrir er svo líka greiddur til barna til 20 ára aldurs. 

Ævilangur lífeyrir Örorku- og barnalífeyrir Maka- og barnalífeyrir

Tilfinningaveran - með hjartað á réttum stað

Tilfinningaveran - með hjartað á réttum stað

Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar

Þegar þú borgar í Lífeyrissjóð verzlunarmanna færðu rétt til ævilangs lífeyris í hverjum mánuði sem er að auki verðtryggður. En það sem meira er þá færðu líka rétt til örorkulífeyris ef þú getur ekki unnið vegna heilsubrests sem og barnalífeyris ef þú átt börn 20 ára eða yngri.

Síðast en ekki síst ávinnur þú maka þínum rétt til makalífeyris ef þú fellur frá og börnum þínum rétt til barnalífeyris.

Þannig eru þú og þínir varðir fyrir því að missa framfærslu af því þú getur ekki unnið vegna aldurs, vegna slyss eða sjúkdóma eða vegna andláts.

Ábyrgar fjárfestingar fyrir þína framtíð og samfélagið allt

Við fjárfestum með framtíðina í huga. Við leggjum áherslu á langtíma fjárfestingar sem styðja við framtíð þína með góðri ávöxtun og framtíðar okkar allrar með sjálfbærni í huga.

Við erum eini lífeyrissjóðurinn á Íslandi sem höfum gefið út stefnu um útilokun fjárfestinga í fyrirtækjum í heimsvísitölu hlutabréfa sem hagnast á framleiðslu: 

  • Tóbaks
  • Umdeildra vopna sem skaða almenna borgara eins og sýklavopn og kjarnavopn
  • Sérstaklega mengandi vinnslu á jarðaefnaeldsneyti eins og olíuleirsteini og olíusandi. 
  • Eða brjóta alþjóðasamninga UN Global Compact. 
Lífeyrir Útilokun fjárfestingarkosta

Upplýsta týpan - þú hlustar á rök og gögn

Góð upplýsingagjöf og gagnsæi

fdafda